Eimreiðin - 01.04.1933, Side 126
238
RITSJÁ
EIMREIDIN
margvíslegan og ágætan fatnað úr skinnunum, ef vér kynnum með þau
að fara. Á öðrum stað er gefin fyrirsögn um að álúnera skinn, gera þau
hentug í Ioðföt o. fl. Það er nauðsynlegt fyrir fólk að kunna þetta, og
margt af öllu þessu er hverju orði sannara, en þó hygg ég að það
sé ekki allskostar hyggilegt að hugsa svo mjög um hvað þjóðlegt sé og
innlent, þegar verið er að ræða um Iífsnauðsynjar: húsnæði, föt og fæði.
Þar á að meta mest það, sem hentugast er og borgar sig bezt, það sem
er samkepnisfært, þegar á alt er Iitið. Annað mál er það, að meðan
heimsverzlunin liggur í þeim lamasessi eins og nú gerist, þá er það dýr-
mætt að geta bjargast sem mest af eigin ramleik. — Sama gildir um
aðra ágæta grein eflir ritstj. um íslenzkar ætijurtir. Þar mun flest talið
af íslenzkum jurtum, sem íslendingar hafa Iagt sér til munns. Eftir er
að vita, hvað af öllu þessu þolir samkepni við annan mat. Fjallagrösin
er ein af þýðingarmestu ætijurtunum, en það þykist ég viss um, að gamli
grasagrauturinn verði ekki vakinn upp aftur, nema út úr neyð. Qrösin
lögðust niður, bæði af því að það borgar sig tæpast að afla þeirra, nema
kaupgjald sé afarlágt, og vegna þess, að maturinn var alt annað en ljúf-
fengur. Qrösin þurfa einhverja nýja matreiðslu, ef þau eiga að falla fólki
í geð. Það þyrfti að velja það úr íslenzku ætijurtunum, sem er áreiðan-
lega samkepnisfært, og kenna matreiðslu þess í skólunum. Ollu öðru á
hreinlega að sleppa. — Eina af beztu greinunum skrifar þó karl-
maður, Bjarni Sigurðsson frá Vattarnesi. Hann segir frá gamalli hús-
móður sinni, frú Margrétu Sigurðardóttur frá Hallormsstað, konu
séra Jóns Jónssonar frá Stafafelli. Hin einfalda og sanna frásögn hans
er svo snildarleg, að söguskáld vor mættu öfunda hann. Hann lýsir ekki
eingöngu þessari ágætu konu svo vel, að manni hlýnar um hjartaræturnar,
heldur verður alt Ijóslifandi, sem nærri henni kemur: maður hennar,
heimilið, lífið þar, hugsunarhátturinn og höfundurinn sjálfur, svo úr þessu
verður ágætt brot úr menningarsögu þessa tíma. Lýsing hans á því,
hvernig gekk að koma upp vermireitnum á Stafafelli 1888 og hversu frúnni
fórst við Iúsugan mann á Stafafelli eru ágæt dæmi um frásagnarlist höf-
undarins og djúpan skilning á því, sem hann segir frá. Og flest af fólk-
inu, sem hann segir frá, er gott fólk og gjörólíkt þeim skríl, sem lýst
er í sumum nýju skáldsögunum, líklega eftir útlendum fyrirmyndum. —
Eg held að B. S. ætti ekki að grafa pund sift í jörðu. Hann gæti eflaust
sagt frá fleiru en frú Margrétu, og trúað gæti ég því, að hann gaeti
skrifað skáldsögur, sem væru prýði fyrir bókmentir vorar. G. H.
EGILS SAGA SKALLA-GRÍMSSONAR. Sigurður Nordal gaf út.
Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík MCMXXXIII. — Með bók þessari
er hafin útgáfa allra fornrita vorra, sem Hið íslenzka fornritafélag, stofn-
að 14. júní 1928, hefur áformað að vinna að. Menn höföu vænst þess,
að útgáfan byrjaði fyr en reynd hefur á orðið, því ætlunin var að fyrsta
ritið kæmi út árið 1930. Þetta hefur samt dregist þangað til nú, og enn-
fremur er orðin nokkur breyting á áætlun um útgáfuröð frá því sem