Eimreiðin - 01.07.1933, Side 48
272
AUSTFJARÐAÞOKAN
eimreiðin
Þórður kom fljótt auga á hana og börnin. Hann kastaði
lauslegri kveðju á hópinn, nam staðar utan kirkjugarðsins og
kysti börnin, gekk svo rakleitt til Guðlaugar og mælti:
— Sæl, góða mín. Nú er ég orðinn heldur svangur. Bless-
uð komdu nú heim og gefðu mér eitthvað að borða! Rétt i
þessu sá hann, hvar prestur stóð á miðju hlaði, skrítilega
vandræðalegur á svipinn. Þórður sneri sér snögglega við.
Á andlitinu var nú þetta gamla, ósvífna hálfkæringsglott,
sem sveitungum hans var svo mikið stríð í.
— Komdu blessaður og sæll, prófastur góður! Þú hefur þó
aldrei verið að flytja útfararminningu eftir mig í dag, blessað-
aður. En svona er ég — altaf jafnófyrirleitinn og vant er
— að koma svona óboðinn, til þess að vera við mína eigin
útför! Ég ætti náttúrlega að biðja afsökunar — ég geri það
hér með — og lofa því að gera það aldrei aftur! En ræðuna
verð ég að fá. Hana borga ég, og hana á ég.
Prestur rétti honum hendina hlýlega og reyndi að taka
þessu með yfirlætisbrosi, lét sem hann heyrði ekki háðið, en
sagði aðeins:
— ]á — svo þú ert kominn. Hvar hefur þú eiginlega verið
og hvað hefur komið fyrir þig?
— O — o , það er hvorki löng né margbrotin saga. Eg
fór að reyna með færi hérna úti á firðinum. Svo viltist ég 1
þokunni og hitti loks togara, komst >um borð« í hann, en
misti þar frá mér bátinn, og árans karlarnir vildu ekki skila
mér fyr en þetta. Þóttust ekki mega vera að því!
Þórður sagði þessa sögu svo hátt og skýrt, að allir kirkju-
gestirnir heyrðu. Samtal hófst nú milli þess með töluverðum
ákafa. Guðlaug gekk til Þórðar með börnin og sagði:
— Eigum við þá ekki að fara að koma?
— Jú, Þórður kvaddi klerk í snatri leit snögglega á Guð-
laugu og sagði: — Hvaða sjal ertu með, kona?
Guðlaug rankaði við sér. Beiskjubrosi brá fyrir á fölu and-
litinu: — Prófastsfrúin — hún — hún gaf ekkjunni — móður
föðurlausu barnanna þetta sjal. Nú ætla ég að skila því aftur-
— Konan hans Þórðar á Króki hefur sjálfsagt ekki átt að fá
það. — Hún gekk rakleitt inn í forstofuna, þangað, sem gamB
sjalið hennar hékk, og skifti á sjölunum.
Þórður horfði á eftir henni — aðdáunaraugum — regluleg-
um ástaraugum, kannske í fyrsta skifti á æfinni.
Þau höfðu nú verið gift í ellefu ár — en, nú í fyrsta skifh
þekti hann konuna sína. Einar Frímann.