Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 48

Eimreiðin - 01.07.1933, Síða 48
272 AUSTFJARÐAÞOKAN eimreiðin Þórður kom fljótt auga á hana og börnin. Hann kastaði lauslegri kveðju á hópinn, nam staðar utan kirkjugarðsins og kysti börnin, gekk svo rakleitt til Guðlaugar og mælti: — Sæl, góða mín. Nú er ég orðinn heldur svangur. Bless- uð komdu nú heim og gefðu mér eitthvað að borða! Rétt i þessu sá hann, hvar prestur stóð á miðju hlaði, skrítilega vandræðalegur á svipinn. Þórður sneri sér snögglega við. Á andlitinu var nú þetta gamla, ósvífna hálfkæringsglott, sem sveitungum hans var svo mikið stríð í. — Komdu blessaður og sæll, prófastur góður! Þú hefur þó aldrei verið að flytja útfararminningu eftir mig í dag, blessað- aður. En svona er ég — altaf jafnófyrirleitinn og vant er — að koma svona óboðinn, til þess að vera við mína eigin útför! Ég ætti náttúrlega að biðja afsökunar — ég geri það hér með — og lofa því að gera það aldrei aftur! En ræðuna verð ég að fá. Hana borga ég, og hana á ég. Prestur rétti honum hendina hlýlega og reyndi að taka þessu með yfirlætisbrosi, lét sem hann heyrði ekki háðið, en sagði aðeins: — ]á — svo þú ert kominn. Hvar hefur þú eiginlega verið og hvað hefur komið fyrir þig? — O — o , það er hvorki löng né margbrotin saga. Eg fór að reyna með færi hérna úti á firðinum. Svo viltist ég 1 þokunni og hitti loks togara, komst >um borð« í hann, en misti þar frá mér bátinn, og árans karlarnir vildu ekki skila mér fyr en þetta. Þóttust ekki mega vera að því! Þórður sagði þessa sögu svo hátt og skýrt, að allir kirkju- gestirnir heyrðu. Samtal hófst nú milli þess með töluverðum ákafa. Guðlaug gekk til Þórðar með börnin og sagði: — Eigum við þá ekki að fara að koma? — Jú, Þórður kvaddi klerk í snatri leit snögglega á Guð- laugu og sagði: — Hvaða sjal ertu með, kona? Guðlaug rankaði við sér. Beiskjubrosi brá fyrir á fölu and- litinu: — Prófastsfrúin — hún — hún gaf ekkjunni — móður föðurlausu barnanna þetta sjal. Nú ætla ég að skila því aftur- — Konan hans Þórðar á Króki hefur sjálfsagt ekki átt að fá það. — Hún gekk rakleitt inn í forstofuna, þangað, sem gamB sjalið hennar hékk, og skifti á sjölunum. Þórður horfði á eftir henni — aðdáunaraugum — regluleg- um ástaraugum, kannske í fyrsta skifti á æfinni. Þau höfðu nú verið gift í ellefu ár — en, nú í fyrsta skifh þekti hann konuna sína. Einar Frímann.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.