Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Side 56

Eimreiðin - 01.07.1933, Side 56
280 KAFLAR (JR SAN MICHELE EIMREIÐIN í fartinni út í Granatello-fangelsið hjá Portici og átti að aka með mig aftur til Neapel, lá dauður í vagni sínum að kvöldi, þegar ég kom að gá að honum. Enginn vildi neitt með hann hafa í Portici. Enginn fékst til að hjálpa mér til að ná hon- um út úr vagninum. Eg varð að gera svo vel og klifra upp í sætið og aka honum sjálfur heim til Neapel. Enginn vildi hafa neitt með hann að gera þar heldur. Ég varð að gera mér að góðu að aka með hann alla leið til kólerugrafanna,. og þar losnaði ég loksins við hann. Oft var ég svo þreyttur á kvöldin, þegar ég kom heim í krána, að ég fleygði mér í rúmið eins og ég stóð, án þess að afklæðast — og jafnvel án þess að þvo mér. Hvaða gagn var að því að þvo sér úr þessu óhreina vatni, hvaða gagn var að því að sótthreinsa sig, þegar alt og allir í kringum mann var smitað, maturinn, sem ég lagði mér til munns, vatnið, sem ég drakk, rúmið, sem ég svaf í, sjálft loftið, sem ég andaði að mér! Oft var ég of hræddur til að fara í rúmið, of skelfdur til að vera einn. Þá hljóp ég aftur út á götu, leitaði uppi ein- hverja kirkjuna og dvaldi þar það sem eftir var næturinnar. Santa Maria del Carmine var uppáhalds-náttstaður minn. A bekk í vinstri hliðarstúku þessarar gömlu kirkju hef ég sofið einhvern værasta blund, sem ég man. Nóg var af kirkjunum til að sofa í, þegar ég þorði ekki heim. Allar kirkjur og kap- ellur í Neapel, en þær skifta hundruðum, stóðu opnar alla nóttina, þéttskipaðar óttaslegnu fólki með áheit sín, logandi kertaljósin, og áttu allir hinir mörgu helgu menn og madonnur fólksins ekki sjö dagana sæla, því að í sjúkravitjunum voru dýrlingarnir í hundraðatali nætur og daga, hver í sínu hverfi. En vei þeim, sem dirfðust að gera vart við sig í hverfum keppi' nautanna. Sjálf hin heilaga Madonna della Colera, sem þó hafði bjargað borginni í drepsóttinni miklu 1834, var hrópuð niður fyrir fáum dögum við Bianchi Nuovi. En það var ekki kóleran ein, sem ég var hræddur við. ÉS var líka frá fyrstu stund til hinnar síðustu hræddur við rott- urnar. Þær virtust gera sig eins heimakomnar í fondaci, bassi og sotteranei fátækrahverfanna eins og mannaumingjarnir, sem lifðu þar og dóu. Sannast að Segja voru þetta yfirleitt óáleitnar og skikkanlegar rottur, að minsta kosti þegar lifandi menn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.