Eimreiðin - 01.07.1933, Qupperneq 56
280
KAFLAR (JR SAN MICHELE
EIMREIÐIN
í fartinni út í Granatello-fangelsið hjá Portici og átti að aka
með mig aftur til Neapel, lá dauður í vagni sínum að kvöldi,
þegar ég kom að gá að honum. Enginn vildi neitt með hann
hafa í Portici. Enginn fékst til að hjálpa mér til að ná hon-
um út úr vagninum. Eg varð að gera svo vel og klifra upp
í sætið og aka honum sjálfur heim til Neapel. Enginn vildi
hafa neitt með hann að gera þar heldur. Ég varð að gera
mér að góðu að aka með hann alla leið til kólerugrafanna,.
og þar losnaði ég loksins við hann.
Oft var ég svo þreyttur á kvöldin, þegar ég kom heim í
krána, að ég fleygði mér í rúmið eins og ég stóð, án þess að
afklæðast — og jafnvel án þess að þvo mér. Hvaða gagn var
að því að þvo sér úr þessu óhreina vatni, hvaða gagn var að
því að sótthreinsa sig, þegar alt og allir í kringum mann var
smitað, maturinn, sem ég lagði mér til munns, vatnið, sem ég
drakk, rúmið, sem ég svaf í, sjálft loftið, sem ég andaði að
mér! Oft var ég of hræddur til að fara í rúmið, of skelfdur
til að vera einn. Þá hljóp ég aftur út á götu, leitaði uppi ein-
hverja kirkjuna og dvaldi þar það sem eftir var næturinnar.
Santa Maria del Carmine var uppáhalds-náttstaður minn. A
bekk í vinstri hliðarstúku þessarar gömlu kirkju hef ég sofið
einhvern værasta blund, sem ég man. Nóg var af kirkjunum
til að sofa í, þegar ég þorði ekki heim. Allar kirkjur og kap-
ellur í Neapel, en þær skifta hundruðum, stóðu opnar alla
nóttina, þéttskipaðar óttaslegnu fólki með áheit sín, logandi
kertaljósin, og áttu allir hinir mörgu helgu menn og madonnur
fólksins ekki sjö dagana sæla, því að í sjúkravitjunum voru
dýrlingarnir í hundraðatali nætur og daga, hver í sínu hverfi.
En vei þeim, sem dirfðust að gera vart við sig í hverfum keppi'
nautanna. Sjálf hin heilaga Madonna della Colera, sem þó
hafði bjargað borginni í drepsóttinni miklu 1834, var hrópuð
niður fyrir fáum dögum við Bianchi Nuovi.
En það var ekki kóleran ein, sem ég var hræddur við. ÉS
var líka frá fyrstu stund til hinnar síðustu hræddur við rott-
urnar. Þær virtust gera sig eins heimakomnar í fondaci, bassi
og sotteranei fátækrahverfanna eins og mannaumingjarnir, sem
lifðu þar og dóu. Sannast að Segja voru þetta yfirleitt óáleitnar
og skikkanlegar rottur, að minsta kosti þegar lifandi menn