Eimreiðin - 01.07.1933, Blaðsíða 64
-288
KAFLAR ÚR SAN MICHELE
eimreiðin
Vor.
Enn þá einu sinni er vorið komið. Loftið er þrungið af
vori. Ginestran stendur í þlóma, brumið á myrtusviðnum er
að springa út, vínviðurinn tekinn að skjóta frjóöngum, alt er
þakið blómum. Rósir og kaprífólíur vefjast upp eftir stofnum
sýprustrjánna og súlum laufskálans. Anemónur, krókusar, vilt-
ar hýasintur, fjólur, orkidur, cyclamen spretta upp úr ilmandi
grasinu. Klasar af Campanula gracilis og djúpbláar Lithosperm-
«m-breiður, bláar eins og Blái hellirinn, blasa við uppi 'l
sjálfu berginu. Eðlurnar elta hver aðra innan um bergflétt-
urnar. Skjaldbökurnar vappa fram og aftur og syngja af gleði.
Ef til vill veiztu ekki, að skjaldbökur geta sungið. Á mon-
goosnum er enn meiri ókyrð en áður. Litla Mínervu-uglan
veifar vængjunum eins og hún hafi í huga að skreppa í heim-
sókn til vinar síns á Rómavöllum. Stóri Maremma-hundurinn,
Barbarossa, hefur hlaupið eigin erinda og sést hvergi, og
gamli Tappíó minn sýnist ekki ólíkur því eins og hann vildi
gjarnan létta sér upp i ferð norður í Lappland, þó að hann
sé orðinn lasburða. Billy reikar fram og aftur undir fíkju-
trénu sínu, með glampa í augunum og í alt búinn, eins og
ungur borgarbúi í æfintýraleit. Gíovannína á langar samræður
við sólbrendan elskhuga sinn undir garðsveggnum. Það er
alt í lagi, þau ætla að giftast að San-Antónío-hátíðinni liðinni.
Fjallið helga fyrir ofan San Michele er alþakið fugli á heim-
leið til maka sinna og unga. 0, hvað mér þykir vænt um
að fuglinn fær að hvíla þar í friði! í gær fann ég lítinn
veslings lævirkja, sem var svo örmagna eftir ferðina löngu
yfir hafið, að hann reyndi alls ekki að forða sér. Hann sat
grafkyr í lófa mínum, eins og hann skildi að ég væri vinur
hans, ef til vill var ég landi hans líka. Ég spurði hann hvort
hann vildi ekki syngja fyrir mig lag áður en hann legði aftur
af stað, mér þætti enginn fuglasöngur eins fagur og hans.
En hann sagðist ekki mega tefja, hann þyrfti að flýta sér
heim til Svíþjóðar, til þess að syngja inn sumarið þar. I
meira en viku hefur rödd frá gullslitum söngþresti hljómað í
garðinum mínum, rödd, sem er eins og flaututónar. Um dag-
inn brá brúði hans fyrir. Hún faldi sig í lárviðarrunna.