Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1933, Page 112

Eimreiðin - 01.07.1933, Page 112
336 HLUTAFÉLAGIÐ EPISCOPO EIMREIÐIN Hann sat uppi í rúminu og virtist vera á hleri. Hann svar- aði: »Nei, ég hef ekki kallað á þig«. En ég held að hann hafi ekki sagt hið sanna. »Ef til vill hefur þú kallað á mig í draumi? Svafstu ekki rétt áðan?« »Nei, ég svaf ekki«. Hann horfði á mig órólegur og tortrygginn. »En hvað er það, sem gengur að þér?« spurði hann. »Hversvegna ertu móður? Hvað hefur þú gert?« »Vertu rólegur, Ciro«, grátbað ég hann og gældi við hann, en fór undan í flæmingi að svara. »Þú sérð að ég er hjá þér. Ég hreyfi mig ekki frá þér framar. Sofðu nú, sofðu!« Hann hallaði sér aftur á koddann og varp öndinni þung- lega. Því næst lokaði hann augunum og lézt sofa, til þess að þóknast mér. En að nokkrum mínútum liðnum opnaði hann þau aftur og starði framan í mig, og hann sagði með hreim, sem ekki verður lýst: „Hann er ekki farinn ennþá“. Hinn dapurlegi fyrirboði yfirgaf mig ekki frá þessari nóttu. Hann lýsti sér eins og óljós, mjög dularfullur kvíði, sem mynd- aðist inst inni í sál minni, þar sem birta meðvitundarinnar nær ekki að skína. Hann var hræðilegastur og óskiljanleg- astur af öllum þeim hyldýpum, sem ég hafði fundið í sál minni. Ég hafði sífelt auga á honum, í hræðilegri angist mældi ég dýpt hans, í þeirri von, að það myndi skyndilega bregða leiftri yfir hann, og að hann birtist mér allur. Stund- um virtist mér þetta, sem ekki var hægt að þekkja, færast smámsaman upp í sál minni. Ég fann að það nálgaðist svið vitundarinnar, að það straukst við það. Því næst steypti það sér skyndilega til botns og hvarf í skuggann, og ég var grip- inn afar-undarlegum óróa, sem ég hafði aldrei fundið til áð- ur. Skiljið þér mig? Til þess að geta skilið mig, hugsið þér yður, herra, að þér stæðuð hjá brunni, sem þér gætuð ekki mælt hvað væri djúpur. Dagsbirtan nær niður á einhvern á- kveðinn stað í honum, en þér vitið að þar fyrir neðan felst eitthvað hræðilegt og ókunnugt í myrkrunum. Þér sjáið þa^ ekki, en þér finnið að það hreyfist. Smámsaman færist þetta upp og kemst að takmörkum birtu og skugga, þar sem þer getið ekki ennþá greint það. Eftir augnablik munuð þér sja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.