Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 22
102
VIÐ WÓÐVKGINX
EIMRKIÐIX
upptöku í bandalagið. Hvort þessi hugmynd eða önnur svipuð
kemst nokkurn tíma í framkvæmd er undir þvi komið, að vilj-
inn til sjálfsafneitunar og samhjálpar sé fyrir hendi. En það
mun tíminn leiða í Ijós.
Viðreisnarbarátta vor.
Þannig eru hiklaust lagðar áætlanir í nágrannaríkjunum, þótt
þau standj í stórræðum styrjaldarinnar. Forsvarsmenn þeirra
efast ekki um sigur og leita að sem hagkvæmustu skipulagi
upp úr öngþveitinu. Islenzka þjóðin horfir einrkg á það með
athygli, þrátt fyrir annirnar, hvernig með mál hennar er farið
og hugsar sitt. Hún á ekki beinan þátt í styrjöld og gæti þess
vegna horft eí<ki ódjarflegar en aðrar fram á veginn. Eftir þús-
und ára strit við að halda í sér lífinu, strit, sem ekki skyldi
eftir annað í landinu en fólkið, sem skrimti af, engin vegleg
minnismerki um unnar dáðir, ekki svo mikið sem eina bygg-
ingu í landinu, sem minnti á forna vegsemd, dró loks að því,
að hennar vitjunartími kæmi. Allt hafði verið af henni rúð.
Jafnvel dýrmætustu handritin með gullaldarbókmenntunum,
sem voru það eina, sem hún átti veglegt í fórum sínum og
minnti á forna frægð, höfðu verið frá henni tekin og flutt úr
landi. Aldrei hefur atvinnulíf og efnahagur þjóðarinnar staðið
með meiri blóma en'nú. Sjálfstæði hennar inn á við og út á
við ætti að sama skapi að styrkjast. Svo á einnig að vera, ef
vér sjálfir þekkjum vorn vitjunartíma.
Nýlega hefur birzt á bókamarkaðinum Ijósprentuð útgáfa
af fyrsta árgangi Fjölnis, sem þeir Brynjólfur Pétursson, Jónas
Hallgrímsson, Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson gáfu
út í Kaupmannahöfn árið 1835. Þessi prýðilega Ijósprentun
hins stórmerka tímarits frá byrjunartímabili íslenzkrar við-
reisnar, rits, sem ekki var orðið lengur til nema í höndum ör-
fárra manna, kom á heppilegum tíma. Lestur þess getur meðal
annars rifjað upp fyrir oss þá þrjá höfuðbresti, sem útgefend-
urnir töldu, í inngangi sínum að ritinu, há oss Islendingum mest.
Og vér getum íhugað um leið, hvort oss hefur, á öldinni sem
liðin er síðan Fjölnir kom út, tekizt að útrýma þessum þrem
brestum úr fari voru. A fjórðu blaðsíðu inngangsins bera út-
gefendurnir saman fortið og nútíð, eins og skáldið meðal þeirra.