Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 53
EIMHEIÐIN
Saga eins kvelds.
Yfir liggur myrkramara, —
manndrápshríð á Norðurlandi.
Ognar hlýrri íbúð manna
ískalt sog hins dimma lags.
Sitja inni í súðarkytru
sjö af ungum skólamönnum,
reykja og hlusta á útvarp inni,
ólesnir til næsta dags.
Stríðsfréttirnar þulur þylur
þreytulega á glæstu máli:
— Sex var skipum sökkt í hafið,
sjötíu þúsund féllu í gær,
eyðilögð var borg á Ralkan,
byggjendurnir flúnir, drepnir,
hundrað þúsund hungurmorða,
hinir skrimtu, engu nær.
Þannig hljóðar þulsins saga.
Því næst koma tilkynningar:
Bátum níu auglýst eftir,
— ógna þeim nú hafsins völd.
Skólapiltar pípur tendra,
prúðmannlega um annað tala:
frönsku, sögu, söng og listir, —
Sunnuklúbbsins dans í kvöld.
Á eftir þessu á öldum loftsins
ómur berst frá skemmlikvöldi,
sem að kaupmenn syðra halda,
syngja og tala um það, sem var.
Glaðlega frá gildi þeirra
glaumur berst um koldimmt landið.
Síðan danslög, — en á eftir
endurteknar fréttirnar.
Skólapiltar pípur tendra,
prúðmannlega um annað tala:
frönsku, sögu, söng og listir. —
Saga kveldsins endar þar.
Eiríkur Hreinn.