Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 80
160
BANDARfKI EVHÓPU
KIM REIfllN
vér þekkjum ekki. Það er þessi síðarnefndi vilji, sem ákveður
merkjalínurnar, sem athafnir manna síðan miðast eftir meira
og' minna ósjálfrátt. I þessu er fólginn djúpur sannleikur.
Þegar allar þjóðir Evrópu hafa gert scr ljóst, að það er
þeirrn eigin einstaklingslega þolgæði, þeirra sjálfsafneitun og
þcirrn sameiginlega vitsmunaorka, sem hefur ákveðið merkja-
línur ófriðarins, þá munu þjóðirnar skapa sér í sameiningu
þann heim, sem verða mun „hetri heiinur en áður fyrir mann-
kynið“. Því engin vopn né verjur fá nokkru sinni jafnazt á
við viljann til friðar og bræðralags, í hinni löngu og torsóttu
haráttu mannkynsins fyrir hættum lieimi og betri en áður
hefur opinberast á þessari jörð.
(Sv. S. þýddi.)
Kosningar í Færeyjum.
Kosningar á fulltrúa fyrir Færcyjar til þjóðþingsins danska fóru fram
i Færeyjum ii. mai i ár. 1‘rir flokkar höfðu menn i lcjöri: Sjálfstjórnar-
flokkurinn, Samhandsflokkurinn og Sósíaldeinókrataflokkurinn. Framhjóð-
andi Sjálfstjórnarflokksins, Tliorstein H. Pctersen, lögfræðingur, banlca-
stjóri útvegsbanka Færcyja og aðalkolisúll Norðmanna, var kjörinn full-
trúi til þjóðþingsins með 3452 atkv. Johan Paulsen, framhjóðandi Sam-
han'dsflokkjiins og fvrrv. fulllrúi Færeyinga i hjóðþinginu, fékk 2308 atkv.
og Dam, frambjóðandi sósíaldemókrata, 1385 atkv.
Thorstein Petersen var einnig framhjóðandi Sjálfstjórnarflokksins við
kosningarnar 1939. Þá fékk flokkurinn aðcins 314 atlcv., af þvi að Jóliannes
Patursson liafði þá gcngið úr flokknum og myndað sinn cigin flokk,
scm þá fékk 1849 atkv. Eigi að siður liefur Sjálfstjórnarflokkurinn aukið
mjög atkvæðamagn sitt við þessar siðustu kosningar nú í mai. Við kosn-
ingarnar 1939 fékk Sambandsflokkurinn 2180 atkv. og Sósiáldemókrata-
flokkurinn 1354 atkv. Johan Paulseu, fyrrv. fulltrúi Færcyinga i þjóð-
þinginu, var í Danmörku 9. april 1940, er Þjóðverjar lögðu undir sig landið,
cn komst heim lil Færcyja um Pctsamo og Reykjavík noklcru síðar.
Samkvæmt „Dansk Tidend" frá 14. maí þ. á. hefur hlaðið „Politikén“
i Kaupmannahöfn hirt grcin um kosningarnar, og látið þess getið, að kosn-
ingaúrslitin liafi komið mönnum mjög á óvart í Danmörku, þar scin
Færeyingar hafi nú valið fulltrúa til þjóðþingsins danska, scm óski fulls
sjálfstæðis Færeyingum til handa. Thorstein Petersen kemst þó ckki til
Kaupmannahafnar á þing vcgna styrjaldarinnar, og í danska þinginu cr
það sambandsmaðurinn Poul Niclasscn, sem fer með málefni Færcyinga.
Kosningar til Lagþingsins i Færcyjum hafa nú verið ákvcðnar á þcssu
sumri.