Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 33
EIMREIBIN'
Dynjandi.
Eftir Jens Hermannsson.
I’ótt kvœðið lifi'i nafnið Dyn.jandi, á það samt scm áður við Jiann
f(|ssinn, scni nú er kallaður Fjallfoss, en scm á máli okkar Arnfirðinga
°S fleiri er vcnjulega nefndur Dynjaudi. — ./. //.]
Þú fagra fjallaskáld!
Enn þá legg ég leið að inni þínu,
leila þar að svölun lijarta mínu,
hvíli mig frá dagsins dægurþraut.
Samfundirnir eru sömu og áður,
söngur þinn er engum lögum háður.
Enn þá ertu frjáls á frægðarbraut.
Þú svngur sólarljóð,
eins og fyrst á æsku þinnar dögum,
cnn með sama rómi og sömu lögum,
enn jafn sigurviss og söngvagjarn.
Leikur þýðast, þegar sólin bjarta
þrýstir fóstru vorri sér að hjarta. —
Þá er söngvahjartað sólarbarn.
Þitt fall er fararheill,
fossinn minn i köldu klettagili,
kynngiharpa, þrungin töfraspili,
öld af öldu söngstu þrótt i þjóð.
Undratónsmíð, ægisterka, veika,
undirspil þitt fár mun eftir leika.
List þín tendrar hjartans huldu glóð.
8