Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 36
EIMREIÐIN
Þegar Nýja-ísland var sjálfstætt ríki.
Eftir Jakob Jónsson.
I.
Það var 21. október 1875, að furðuleg sigling nálgaðist land
að vestanverðu við Winnipegvatnið í Kanada. Lítill gufubátur
dró níu flntbotna, kassalagaða „prainma“ norður eftir Rauð-
ánni, síðan með landi fram eftir vatninu, allt þangað sem nú
er net'nl Gimli. A bátunum voru fvrstu landneuiarnir, sem sett-
ust að í Nýja-íslandi, islenzkt fólk á ýmsum aldri, bæði konur.
karlmenn og börn. Þetta fólk hafði áður selzt að austur í
Ontariofylki, en hafði ákveðið að færa sig um set, eftir að
nokkrir menn höfðu rannsakað landkosti meðfram vatninu
og mælt með því, að hópurinn flytti þangað. í þessari fyrstu
ferð er talið, að hafi verið eitthvað á fjórða hundrað manns.
Það er erfitt fyrir j>á, sem aldrei hafa reynt neilt slíkt, að
gera sér í hugarlund aðkomuna að Gimli. Klukkan hálf finnn
á síðasta sumardag er lekið land. Kvöldið er að nálgast, og
það er hvergi husaskjól. Menn liafa sennilega hreiðrað uni
sig í dóti sínu og farangri, eftir því sein unnt var. Fæðið var
af skornum skammti, og all-margir menn hafa lagzt lil svefns
bæði svangir og kaldir þessa fyrstu nótt í Nýja-íslandi. En
béðan af varð ekki aftur snúið. í trú á framtíðina og í trausti
til guðs var tekið lil starfa næslu daga. Fólkið bjó sig undir
veturinn, bvggði sér lílil hús úr bjálkum og reyndi eftir megni
að temja sér vinnubrögðin við fiskveiðar á ísliigðu vatninu.
lTm veturinn lá við alvarlegum bjargarskorti, og félck þó ný-
lendan töluverðan slyrk frá Ivanadastjórn. Engar skepnur
böfðu menn nema einn hund. Hafði hvolpurinn verið gefinn
einum innflytjandanum í Winnipeg á norðurleiðinni.
Ekki er það tilgangur minn að fara að ræða hér ýtarlega
ástand nýlendunnar né segja sögu hennar. Sú saga er þó að
mörgu merkileg og sýnir vel, hve ódrepandi hinn íslenzki
kynþáttur var. Hér lief ég aðeins í hyggju að segja nokkuð
frá einu atriði í sambandi við þessa nýlendu, sem ekki hefur
verið gefinn mikill gammir hér á Islandi, en er þó að minuni