Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 55
kimheiðin
I.ÍF Á ÖÐRUM STJÖRNUM
135
lif. Sámvitund vor við stjörnulifið getur' stunduin orðið svo
sterk, að í stað jarðarinnar verður allur hinn mikli heiinur
stjarnanna heimkynni vort og vistarvera.
Landkönnuðurinn og rithöfundurinn Sir Francis \ oung-
husband hefur lýst þessari samkennd við stjörnugeiminn í
bók sinni „Lif á stjörnunum" (London 1927). Hann segir svo
frá í innganginum að þessari bók, að hann hafi legið uti undir
berum himni á ferðalagi um Gobi eyðimörkina, er hann var
á Jeið frá Peking til Indlands. Gobi eyðimörkin, sem fyrir 5—6
niilljónum ára var sannnefndur aldingarðurinn Eden, þakinn
hinum dýrðlegasta hitabeltisgróðri, enda loftið þar þá bæði
heitt og rakt, er nú einhver mesta eyðimörk á hnettinuin.
Sir Francis dvaldi tuttugasta og fjórða afmælisdaginn sinn
nleinn á þessari hrikalegu auðn. í för með honuin voru að
visu einn kinverskur þjónn, kínverskur úlfalda-eigandi og
cinn mongólskur aðstoðarmaður, en þessir þrír förunautar
Irufluðu á engan hátt einveruna fyrir hinum unga manni,
sem fyrstur allra Evrópumanna fór þessa leið. Ferðin tók tíu
vikur. Ferðazt var að méstu á nóttunni, en dvalið um kyrrt
ylir hádegið. Himinninn var lengst af heiður og tær, vatns-
guí'a eða raki ekki lil i gufuhvolfinu vfir hinni víðáttumiklu
uuðn. Younghusband lýsir dvöl sinni með stjörnunuin yfir
cyðiinörkinni á þessa leið:
þessu tæra himinhvolfi skinu stjörnurnar með skærum
Ijónia. Og í kyrrð hinna löngu nátta, sem ég lifði þarna sólar-
hringum og vikuin saman, höfðu stjarnblikin skæru djúp og
varanleg áhrif á minn unga liuga, og þessi áhrii' hafa aukizt
°g margfaldazt, eftir því sem aldur færðist vfir mig.-Það var
eins og ég ætti heima meðal stjarnanna. Mér varð einhvern-
veginn svo áþreifanlega Ijóst þarna í auðninni, að vér jarðar-
hiiar erum aðeins örsmá heild úr hinu mikla alheims-stjörnu-
hali yfir og umhverfis oss. Stjörnurnar og vér erum eitt.
hcssi einingartilfinning hefur aldrei skilið við mig síðan.“
Eftir þetta ferðaðist Younghusband yfir Himalayafjöllin og
V‘r8 l);l fyrir sams konar áhrifum af dýrð stjörnugeimsins.
Ul' hæðum þessara hæstu f'jalla jarðarinnar varð tign, fegurð
°S hreinleiki alstirnds næturhiminsins ferðamanninum eins
°k opinberun. Hann varð aftur eitt með stjörnunum. Og