Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 24
104
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
fórn vor með biðinni á að vera fólgin. Nær væri fyrir oss Is-
lendinga að reyna að rétta nauðstöddum Dönum hjálparhönd *
á líkan hátt og verið er að gera hér á landi gagnvart frændum
vorum Norðmönnum og Rauðakrossi ráðstjórnarríkjanna. Það
gæti þó orðið einhver raunveruleg hjálp, — og bæri að minnsta
kosti vott um nærgætni og samúð. Hitt er nákvæmlega jafn-
sjálfsögð afleiðing orsakar fyrir sjónum allra mætra Dana eins
og allra mætra íslendinga, að endanleg skil fari fram milli
þjóðanna á þeim tíma og á þá lund, sem tillaga milliþinga-
nefndarinnar gerir ráð fyrir. Þetta fer vitaskuld fram alger-
lega þykkjulaust á báða bóga og gerir hvort tveggja: að styrkja
þá gagnkvæmu vináttu milli þessara tveggja þjóða, sem fyrir er,
og auka virðingu þeirra hvor á annarri og í augum heimsins.
Hin nýja stjórnarskrá, sem nú er í deiglunni og fram er
komin í frumvarpsformi frá milliþinganefndinni, er miklu
meira vandamál en hin tiltölulega einfalda þingsályktunartil-
laga nefndarinnar um niðurfellingu sambandslagasamnings-
ins. I rauninni er hér aðeins um bráðabirgðafrumvarp að ræða,
samið með ákveðnum takmörkunum og samkvæmt reglum, sem
alþingi lagði fyrir nefndina. í inngangi að frumvarpinu segir
svo (á bls. 4) : ,,Til gildistöku þessara stjórnskipunarlaga kom
nefndin sér saman um að leggja til, að valinn yrði 1 7. júní 1944,
og ber til þess bæði það, að hallkvæmt hefur þótt að 1áta eigi
formleg sambandsslit við Danmörku taka gildi fyrr en eftir lok
yfirstandandi árs (1943), og eins hitt, að þessi dagur þykir
Islendingum flestum ágætastur sökum sögulegra minninga í
frelsisbaráttu þjóðarinnar.
Til tals gæti þó komið, að ákvæði um gildistöku fyrr yrði
einnig skeytt inn í frumvarpið, ef brýn nauðsyn þætti bera til
þess að dómi alþingis.“
Það var vel til fallið af nefndinni að miða gildistöku stjórn-
skipunarlaganna við 17. júní 1944. En það verður undir eins
Ijóst við lestur sjálfs frumvarpsins, að stjórnarskrá þjóðveldis-
ins íslands, eins ogl hún verður endanlega samþykkt, þarf að
fela í sér ýmis atriði á annan hátt og ítarlegri en gert er þar
ráð fyrir. Svo er um valdsvið forseta og val, svo nefnd séu
dæmi. Endanleg lausn svo vandasgms verks, sem hér er um
að ræða, verður ekki fengin í skjótri svipan. Sjálfsagt virðist