Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 65
},;I M BEIÐI \
FÓRNIN
145
k*u ert nú svo ladijlike, kom fiá þeirri þriðju. Hún hvíslaði
Því að stöllu sinni, svo að vel mátti heyra. Sýnilega vildu þær
allar vera það. Svo skríktu þær allar, hnykktu til höfðunum
°g voru ladijlike.
A eftir þeim komu nokkrir flugmenn, snotrir og snyrti-
'ega klæddir.
Rökkrið brumaði lítið eitt. Hann labbaði ofan að sjónum.
Norðurfjöllin köstuðu yfir liálfan fjörðinn dökkum skugga.
^ ið suðurlandið sló á vatnsflötinn eirlitum glampa. Létt alda
gjalfraði við fjörusteinana, iðandi kvik, en virtist þó deyj-
aildi, líkt og undirspil að aflokinni hljómkviðu sunginni. í
lónunum var þunglyndishreimur. Og logngárarnir vörpuðu
Irá sér bjarmandi slikju í litbrigðum húmskiptanna, minnti-
a haustin, þá sjórinn er blóðlitur uin sólsetur.
Hann nam staðar í flæðarmálinu innan við bæinn, þar sem
hnnn lék sér við dóttur sína í vor. Þau höfðu leiðzt tvö ein
°tan að sjó. Þarna fann hún marmara, bergkristal og marga
nðra steina. Inn af litlu vikinni fann hún kufunga, hörpudisk
°8’ olnbogaskel. Og gleði hennar var fölskvalaus, þegar hún
inkst á eitthvað, sem henni leizt vel á, þaut af einum staðnum
a annan og kom lil hans með það, er henni hafði áskotnazt.
^ iltu láta það í vasa þinn, pabbi, sagði hún og fékk honum
]iessi margvíslegu gull. Svo lét hún dæluna ganga og lék við
h\ern sinn fingur: Steinana höfmn við fyrir stóla og borð.
hkeljarnar látum við vera kýr, en liörpudiskinn hest. Bobbana
höfðum við fyrir hunda og hænur. Er það ekki, pabbi? — En
hessi litla, hvað heitir hún? — Þetta er aða. Já, hana höfum
\ið fyrir kiðu. Verður það ekki gaman?
hetta mundi hann orðrétt og margt fleira, sem þeim hafði
á milli farið.
k'eiu allra snöggvast fannst honum þau haldast í hendur
;u na við fjöruborðið og dóttir sín spyrja sig um hafið. Deyja
aienn, et þeir detta í sjóinn? liafði hún spurt, og hann leitt
Ulna fjær fjörunni, því að ella hefði aldan vætt fætur þeirra.
udartak gleymdi hann bæði stað og stund. Og ein báran fór
11 nstar hans. Þá rankaði hann við sér og mundi, í hvaða
ei 'ndagerðum hann var, hraðaði síðan göngunni út með
sJónum.
10