Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 84
eimreiðin
Dauði Hippolytosar.
Það var búið að kalla okkar
árgang í herinn. Við André
eyddum heilum degi á skrán-
ingarskrifstofunni. Á leiðinni
þaðan, sagðist hann hafa fengið
frest. Hann var fölur og niður-
lútur og augnaráð hans dapurt
og áhyggjufullt. Allt í einu þreif
hann í handlegginn á mér og
sagði:
„Ég verð að tala um þetta við
þig. — Stjúpa min vill ekki,
að ég fari. Hún heldur, að ég sé
ekki nægilega hraustur, og svo
óttast hún þær hættur, sem að
mir kunna að steðja, og að hún
verði þá alein og yfirgefin. í
stuttu rnáli, ]>að er lienni að
þakka, að mér var gefinn frest-
ur. Hún þekkir mann frá fornu
fari, sem nú er kominn i á-
hrifamikla stöðu. Hún leitaði
uppi þennan mann án vitundar
föður míns. Eiginlega hefði ég
ekki átt að ganga inn á þetta,
eða hvað finnst þér?“
Hann var svo æstur, að ég
neyddist til að tala um fyrir
honum. En mér tókst ekki að
forða honum frá samvizkukvöl-
um. Frá þeim degi var mér ljóst,
hve samvizka hans var næm fyr-
ir minnstu sektartilfinningu,
þótt hann á yfirborðinu virtist
Eftir Jaques de Lacrelelle.
(Niðurlag.)
vera kærulaus, já, jafnvel eigin-
gjarn.
Þannig var ])á málum komið,
þegar Karl Vignet kom heim frá
Austurlöndum. Honum tókst
ekki að fá að dvelja í París, eins
og liann hafði gert sér vonir
um, heldur fékk hann á ný skip-
un um að fara út á land. Lofts-
lagið eystra liafði haft slænf á-
hrif á hann. Andlit hans var
gnlleitt og tekið og úr því liorf-
in sú fyíling, sein áður var. Lík-
aminn, sem hann hafði verið svö
hreykinn af og' þjálfað dyggi'
tega með líkamsæfingum, var
beygður. Herðasvipurinn, ofsa-
fengin orð og beizkjudrættirnir
við munninn báru vott um erf-
iða tund. Við mig var hann sanit
sem áður mjög vingjarnlegur.
Hann virtist hafa yndi af því að
teggja fyrir mig spurningar uni
burtför mína og óskaði niér
mjög hlýlega allra heilla.
„Já, stríðið,“ sagði hann.
„Það á eftir að færa ykkur
margt! Ég er orðinn alltof gani-
all, en ég vildi gefa mikið til
þess að vera eins ungur og °"
reyndur og þið, svo að stríðið
yrði min fyrsta þrekraun. Mað-
ur þarf að vera ungur og við-
kvæmur. — Ég samdi dálítið