Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 106
18G
RITSJÁ
EIMREIÐIN
samfcrðamaður. Vont mál er: Mað-
ur hcnnar ... gerði allt ... til að
fá hcnni sleppt lausri (l)ls. 268).
Ekki er islenzkulcgt að tala um liús-
mann konu (hls. 325). Þessi fáu
mállýti, sem ég hef týnt liér sam-
an, spilla ekki heildarblæ þýðing-
arinnar, sem er hinn glæsilegasti,
en einmitt ágæti hennar hefur ögr-
að mér til að viðhafa nokkurn
sparðatining, þvi að á ágætu riti og
snjallri þýðingu vil ég lielzt ekki
sjá nokkurn blett eða lirukku.
Jóhann Sveinsson.
SAGA ÍSEENDINGA V. Seytjánda
öld. Höfuðþættir. Samið hefur
Páll Eggert Ólason. — Rvik 1942.
(Menntamálaráð og Þjóðvinaféi.)
I’að liggja að vísu til þess cðli-
legar orsakir, að vér Islendingar
höfum ekki til þcssa eignazt itar-
lega sögu þjóðar vorrar, cn þó er
slíkt ástand nú orðið óliæft, og er
vel, að hafizt liefur vcrið handa um
útgáfu þessa, cn fimmta hindi henn-
ar, séytjánda öldin, liggur hér fyrir,
samið af hinum góðkunna fræði-
manni, Páli Eggerti Ólasyni, en rit-
stjórn alls verksins hafa þeir Árni
prófcssor Pálsson, Ilarði þjóðskjala-
vörður Guðmundsson og Þorkell
landsbókavörður Jóhanncsson.
Eg ætla mér ekki ]>á dul að dæma
um það í einstökum atriðum, hve
vel höf. hefur tekizt eða hversu á-
reiðanleg frásögnin er i öllum
greinum, en sömu eiginleikar virð-
ast prýða þetta rit sem hin fyrri
sagnarit höf., eða m. ö. o. nákvæmni,
varieg meðfcrð lieimilda, réttdæmi
og óhlutdrægni, Sést þetta t. d. á
því, hvernig hann sýnir fram á, að
Herluf Daa hirðstjóri hafi verið
dæmdur allt of hart af fyrri tiðar
mönnum, ]>ó að hann dragi á hinn
hóginn ekki fjöður yfir misfellur
þær, sem voru á liáttum Daas og
ráðabreytni.
Rókin skiptisl i þrjá aðalþætti, —
T) stjórnhætti, 2) menningu og
menntir og 3) þjóðhagi. Er þessi
síðastnefndi kafli stytztur og einna
fátæklegastur. \'ið kaflann um
mcnning og menntir hef ég það
helzt að atliuga, að full-mikið ber
á fróðleiks-tiningi, en vautar að
lýsa í heildaryfirliti bjarmanum
yfir lífinu, „Livsbelysningen", eins
og Troels Lund kemst að orði. Og
þó að ekki væri farið langt út í þá
sálma, mætti ef til vill að skaðlausu
gcra meira að því en hér er gert
að rekja erlend áhrif á menntir og
mennin gu lan dsmanna.
En eins og bókin liggur fyrir, er
hún ákaflega góðra gjalda verð, og
má gott heita, ef haldið verður i
horfinu og önnur bindi útgáfunnar
reynast jafn-vel úr garði gerð og
þetta. JaUob Jóh. Smúri.
Sigurður Róbertsson: UTAN VI«
ALFARALEIÐ. Sögur. Ak. 19J2
(Pálmi H. Jónsson).
Á síðustu tveim tugum ára eða
vel það má svo segja, að smásagna-
gerð sé orðin barnaglingur i liönd-
um íslendinga. —; Að mörgu levti
er þetta vel farið. Það æfir athyglis*
gáfu, samúð og liugleikni að fást
við slikt dund í frístundum, — °S
enginn verður verri fyrir það. Hitt
er annað mál, að flestar slikar sög-
ur eru litils virði og alls ckki ])ess
verðar að birtast á prenti, — en þ°>
held ég, að þær sögur, sem hirtast
hér i blöðum og timaritum cftir is-
lenzka liöfunda, séu yfirlcitt betri
cn rusl það af þvi tagi, sem erlend