Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 66
146
FÓRNIX
EIMHEIÐIJJ
Hjá bryggjunni staldraði hann við, eins og hann væri í efa,
fór fram á hana og horfði ofan i grænt og gruggugt dýpið.
Vatnið minnti helzt á korg. Fiskúrgangur og alls kyns rusl,
þönglar og annar svævargróður bærðist fyrir undiröldunni, er
hún skall á bryggjustuðlunum. Úti á höfninni lágu nolckrir
bátar. Sjórinn speglaði fjöllin handan fjarðarins og rökkur-
blátt, hálfskýjað loftið. Þetta voru tvær veraldir: önnur frið-
sæl og fögur, en hin geigvænleg.
Fyrir fótum hans lá hafið, hljóðlátt og kyrrt, líkt og ægi-
legt villidýr í umsátri, konungur höfuðskepnanna, sem starði
á hann grænum glyrnunum, stöðugt yiðbúið að hrennna hvern,
sæm vera vildi. Og honum fannst hann vera lítill drengur,
-sem horfir niður i dal dauðans.
Hjálmar gekk upp af bryggjunni og lengra út með sjónum,
sömu leiðina, er þau Vigdís höfðu gengið svo oft á yndisleg-
um vorkvöldúm. Nokkru utar voru gjögrar, sem gengu fram
i fjörðinn. Þar voru þau vön að setjast niður og dást að fegurð
hafsins. Nú var hér svo draugalegt, að hann sneri við að
vörmu spori og labbaði í slóðina sína til baka eftir fjörunni.
Athygli hans var vel vakandi. Ýmist leit hann ofan fyrir fætur
sér eða hann horfði út á lána. Seigt og fast sóttist honuin
gangan í lausurn sandinum, unz hann kom, öðru sinni á þessu
kvöldi, að víkinni, þar sem þau Maria litla höfðu leikið sér
í vor.
Litið eilt innar var lág og sæbarin hlein, sem fór í kal' uni
flóð. Undarlegt var, að hann skyldi ekki muna eftir henni
áður. Nú minntist hann þess, að þau feðginin höfðu stigið út
á hleinina og haldizt í hendur. Mikið geta liðnir atburðir verið
miskunnarlausir.
Eins og í leiðslu 'gekk Hjálmar að hleininni og steig upp
á hana, þó að sleip væri og farið að falla mjög að. Varlega
l'ikraði hann sig eftir hálu grjótinu og horfði lútandi frani
af. Hann sá nærri strax það, sem liann var að svipast eftii'-
Litla stúlkan hans flaut þarna við úrsvalan steininn. Flóð-
aldan vaggaði henni mjúklega, eins og hún væri að svæfa
barnið og vildi ekki hætta strax að rugga því af ótta við, að
það kynni að vakna aftur. Eða vav það svo, að hún iðraðist
verksins og va;ri að gera tilraun lil að skila aftur bráð sinni'?