Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 64
144
FÓRNIN
EIMIIKIDIN
Víst vil cg það, en ekki þú.
Og þó veiztu ekki, hvað gera slcal fyrir vafningum og vand-
ræðurn. Eg hélt naumast, að þú værir þessi guðs volaður hjálfi.
Þá veiztu það nú. Enda hef ég elcki staðið í orrustum eins
og sumir aðrir.
Arið þessi orð, er særðu metnað hennar djúpt, fuðraði hún
upp, líkt og þegar olíu hefur verið kastað á eld:
Eg lilusta ekki lengur á þessar dónalegu getsakir og ljótu
glósur. ... Hún ætlaði að segja eitthvað meira, en hætli við
i hálfu kafi, því að Hjálmar fór að klæða sig í frakkann með
fljótum handtökum.
Má ég koma með þér? spurði hún þá i öðrum og mýkri tón
en áður.
Nei, sagði liann ákveðið og einarðlega.
Þú mátt ekki skilja mig eftir eina. Eg er svo hrædd.
Það er sama. Þú verður heima, eða gerigur í eitthvert næsta
liúsið. Eg fer einn.
Að svo mæltu vatt hann sér út úr dyrunum og skellli liurð-
inni á eftir sér, en milli þeirra, svo að hrikti í stöfunum.
Hjálmar gekk hratt beinustu leið til læknishússins og kvaddi
þar dyra. Þerna kom fram og sagði honum, að María litl.a
hefði verið með læknisbörnunum fram um miðaftan, en farið
klukkan að ganga sjö og ætlað heim til sin.
Hér var ekki um að villast. Auðvitað hafði telpan komið
að tómu liúsinu, farið að gráta yfir einstæðingsskap sínuni
og munaðarleysi. Ef lil vill hafði einhver brjóstgóður maður
tekið hana að sér. Hitt var þó miklu líklegra, að henni gæti
hafa slysast. Hann var nærri viss um það, en spurði þó spjör-
unum lir nokkra menn, sem hann mætti á götunni.-Enginn
vissi neitt, en allir litu þeir á hann forvitnisaugum. Þá hsetti
liann að spvrja. Hjá kirkjunni mætti hann sveit ungra stúlkna,
á að geta milli fermingar og tvítugs. Þær voru tízkuklæddai'
með liðað hár, tipluðu og stungu litlu fingrunum lit i loftið,
síbrosandi og símasandi á íslenzlcu og erlendum tungum.
Excuse me, sir, mælti ein þeirra, sem gaf honum óviljandi
olnbogaskot.
Mij darling, sagði þá önnur. Hjálmar vissi ekki, hvort húri
hefði átt við sig.