Eimreiðin - 01.04.1943, Blaðsíða 41
eim reiðin
ÞEGAR NÝJA-ÍSLANI) VAR SJÁLFSTÆTT RÍKI
121
t*ó voru þjónandi prestar og ráðnir alþýðuskólakennarar ekki
kjörgengir í byggðarnefndir. Það kann að virðast furðulegt
ákvæði að neita prestum og kennurum um sæti í byg'gðar-
nefndunum, sérstaklega þar sem Vestur-lslendingar báru sér-
staklega mikla virðingu fyrir starfi þessara manna og' fundu
gildi þess jafnvel enn þá betur á framandi slóðum en margur
gerði hér heima. En ég get þó hugsað mér tvær ástæður til
þessa ákvæðis. Prestar og alþýðulcennarar áltu í raun og veru
heimili í nýlendunni allri. Starf þeirra var kostað af almenn-
ingi, 0g skyldur þeirra voru alls staðar jafnt. Það gat því
verið óréttmætt að gera þá að fulltrúuni einhvers serstáks
hliitá þingsins, og spillt fyrir starfi þeirra í öðrum landshlut-
uin. Enn fremui er sennilegt, að því er piestana ahrærði, að
. prestsémbiettið hafi verið undanskilið at því, að á því hvíldi
helgi i 'meðvitund fólksins. Alveg eins og hér á landi þykir
ekki viðeigandi, að prestar séu hrepþstjórar eða sýslumenn,
gat mönnúm fundizt bið margháttaða veraldarvafstur byggð-
arstjóranna- ósamrýmanlegt þjónustu orðsins.
IV. kaflinn er um skijldur almennings. Þar er fram tekið,
að hver karlmaður, sem er 21 árs að aldri, skuli inna af
hendi tvö dagsverk til vegabóta á hverju sumri, en greiði að
öðrum kosti 2 dali i vegasjóð. Hver maður skyldi tilkynna
byggðarstjóra barnsfæðingar, mannslát og bjónavígslur.
húnaðarskýrslur átti að gefa árlega um jarðabælur og hey-
h'Ug, sáningu og uppskeru, lifandi pening, veiðartæri og afla.
Styrkur skyldi veittur ekkjum og' munaðarleysingjum á þann
hútt, sem hver byggð taldi heppilegast. Fundahús skyldi
hýggt og því haldið við með tilstyrk almennings í hverri
byggð. Opinber skattur í byggðarsjóð sltyldi vera 25 cent á
bvern atkvæðisbæran ibúa byggðarinnar.
Það hlýtur að vekja athygli, live hin opinberu gjöld eru
1;>g- En bæði var það, að 'af litlu var að taka hjá hverjum
einstaklingi og hitt, að enn var þjóðfélagið einfalt að bygg-
>ngu og lítill kostnaður, sem á því hvíldi. Embættismenn-
b'nir höfðu engin lost laun. Fyrir sáttanefndarstörf, uppboð
°8 virðingar var goldið af málsaðilum eftir föstum taxta.
Það er engin tilviljun, að binar fyrstu opinberu framkvænidir
> Á atnsþingi eru vegalagningar, því að á því reið mikið, að