Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 18
130
VESTUR-ÍSLENZKT SKÁLD
eimreiðin
eftir Sophus Scliandorph, er hann hafði þýtt fyrir Heimi. Kallaði
hann kverið Úr borg og bœ, og kom það út í Winnipeg MCMXI,
en það er prentvilla: á að vera 1909. Annars hefur hann helzt
gefið út kvæðabækur, einn eða með öðrum, og þátt mun hann
hafa átt í útgáfu ýmsra hóka, þótt nafn hans standi ekki ávallt
á titilblaðinu.
Er þá fyrst að telja Út um vötn og velli. LjóSmœli eftir Kristin
Stefánsson, 1916. Þessa bók gáfu þeir út í sameiningu, Gísli og
Rögnvaldur. Skrifaði Rögnvaldur um höfundinn, sem var alda-
vinur þeirra beggja, en Gísli sá um útgáfuna að öllu öðru leyti,
auk þess sem liann prentaði bókina.1) Næst var hans eigin ljóða-
bók, Farfuglar, 1919, prýðilega prentuð á myndapappír með
blárri umgerð um blöðin og fangamark höfimdar á saurblaði,
bundin í skrautband.
Gísli hafði einhverja hönd í bagga með útgáfu tveggja árganga
af Á skotspónum eftir Aðalstein Kristjánsson (1930—33) og
Minningarrits íslenzkra hermanna (1923). Þá mun hann liafa
rétt Páli vini sínum S. Pálssyni hjálparhönd við útgáfu kvæð-
anna NorSur-Reykir (1936) og Skilarétt (1947).
Þá sá hann um útgáfu á Eldflugum Vigfúsar J. Guttormssonar
(1947), sem liöfundurinn kostaði sjálfur. Næst komu Kva’Si
eftir Bjama Þorsteinsson frá Höfn (1948), kostuð af börnum
höfundar, en Gísli ritaði „Fylgt úr lilaði“ með henni. Þá korn
KvœSabók eftir Kristján S. Pálsson (1949), kostuð af Ingibjörgu
Pálsson, með „Nokkrum inngangsorðum um kvæðin og höfund
þeirra“ eftir Gísla.
Þá átti Gísli drjúgan þátt í að búa RœSur Rögnvaldar Péturs-
sonar undir prentun, enda reit hann formála fyrir þeim.
Gísli sá að sjálfsögðu um útgáfu á öllum bókum konu sinnar,
Guðrúnar. Var hin fyrsta, Hillingalönd, prentuð heima í Reykja-
vík 1938 (Félagsprentsmiðjunni), DagsliríSar spor komu út a
Akureyri 1946, en Gísli prentaði þau vestra og reit með þeim
„Stutta greinargerð“. Loks gaf hann út á eigin kostnað erindi og
fyrirlestra hennar, ásamt minningargreinum og kvæðum um hana
látna, og nefnir bókina FerSalok (1950), með „Stuttri greinar-
gerð“ að inngangi.
J) Þetta hefur Þorkell Jóhannesson ekki atliugað í grein sinni um Rögnvalá-