Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 43
EIMREIÐIN skemmtiferð fyrir hálfri öld
155
fjarðar og Stöðvarfjarðar. Okkur var því leiðin dálítið ljósari
þessa vegna. Jón var hálfbróðir móður okkar.
Komum við nú upp á brúnina og tókum stefnu þá, er við
toldum, að rétt myndi. Eru þarna uppi sléttir aurar, en enginn
jökull, þótt fjallvegur þessi lieiti því nafni. Hygg ég það nafn
dregið af þ ví, að norðan í fjallinu, undan sól, er jökulfönn, en
bó eigi stór, sem ég held að aldrei bráðni.
í’arna sá eigi liandaskil, sem kallað er. Svo var þokan dimm
°g snjófall afar mikið.
Loks komum við þar, sem við sáum rétt við fætur okkar ofan
í koldimmt liyldýpi. Yið vorum komnir fram á brún á hengi-
^ugi kletta. Vorum við fljótir að átta okkur á því, að við böfð-
Utn farið of mikið til liægri handar og stæðum þarna á brúnum
kamra þeirra, er girða fyrir botn Fannadals, inn af Norðfirði.
Breyttum við nú stefnu, meira á vinstri hönd. Héldum svo
afram í góðri trú þess, að komast á réttri leið norður af jökl-
lnvun. En inilli brúna lians er ekki meira en 15—20 mínútna
gangur.
Eftir örstutta göngu fór að halla undan fæti. En jafnframt
bóttumst við þ ess fullvissir, að við værum ekki á réttri leið, til
þess var brattinn of lítill. Að stuttum tíma liðnum komum við
niður á slétta aura, með stórgrýti liggjandi á víð og dreif.
Lekktum við það strax, að við vorum komnir norður undir
'örp Eskifjarðarheiðar og vorum staddir á svokallaðri Urð. Er
þaðan örstutt þangað, sem fer að lialla til Fljótsdalshéraðs. Var
þessi leið áður fyrr ein sú fjölfarnasta milli héraðs og fjarða,
eins og kallað var. Höfðum við farið of mikið til norðurs á
jöklinum og vorum nú þarna staddir.
Nú rofaði snögglega fyrir sól og varð alheiðskírt á svipstundu.
Eéllu hin síðustu snjókom élsins til jarðar úr blátæm loftinu.
Nokkur þoka lá þó enn yfir hájöklinum, eins og oft vill verða.
Töldum við ekki ráðlegt að leggja á liann aftur, en afréðum
strax að halda þemian veg, sem við nú vorum staddir á, til
héraðs og svo Fjarðarbeiði þaðan til Seyðisfjarðar, eða fara
heiðar og dali, eins og það var oftast kallað.
Gekk nú ferðin að óskum út Tungudal, og vomm við fyrst
ákveðnir í að gista á Dalhúsum næstu nótt. En sökum þess hve