Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 103
eimreiðin
LULLU
215
yfir, eins og þú ímyndar þér. Hvernig ættum við að geta lagt
þinn mikla stökkkraft í læðing. Hann býr í sjálfri þér, en liindr-
anirnar búa einnig þar. Sannleikurinn er sá, að enn er fylling
tímans ekki komin.
Eitt kvöld kom Lullu ekki heim, og við biðum árangurslaust
eftir lienni vikutíma. Þetta var okkur öllum hryggðarefni. Skær
tónn hafði þagnað í liúsinu. Nú var það í engu frábrugðið öðrum
húsum. Mér duttu hlébarðarnir við fljótið í hug og liafði orð
a því við Kamante.
Svarið kom ekki strax, fremur en venja hans var. Það tók sinn
tínia fvrir hann að melta fávizku mína. Eftir nokkra daga hóf
hann þó máls á þessu á ný: „Msabu, þú heldur að Lullu sé
dauð“, sagði liann“. Ég kærði mig ekki um að segja það lireint
°g beint, en lét í Ijós, að ég skildi ekki, hvað af lienni hefði
°rðið. „Lullu er ekki dauð“, sagði Kamante. „Hún er bara gift“.
í*etta voru óvænt gleðitíðindi, og ég spurði, livemig hann vissi
það. „Víst er hún gift“, sagði hann. „Hún býr í skóginum hjá
Bvana, en hún hefur ekki gleymt húsinu hérna. Flesta morgna
hemur hún liérna heim. Ég læt alltaf mulinn maís handa henni
utan við eldhúsið, og þegar sólin er að koma upp, kemur hún
ut úr skóginum og étur maísinn. Bvana er líka með henni, en
hann er hræddur við mennina, því að hann þekkir þá ekki.
Hann bíður hjá stóra, hvíta trénu hinum megin við grasflötinn,
eu heim að húsinu þorir hann ekki“.
Ég bað Kamante að kalla á mig, næst þegar hann sæi Lullu.
Nokkrum dögum síðar kom hann árla morguns og sótti mig.
Morguninn var undurfagur. Meðan við biðum, livarf ein stjarn-
an af annarri augum okkar á gulrauðum liimninum. Hann hvelfd-
íst yfir höfðum okkar, hár og bjartur, en niðri á jörðinni um-
hverfis okkur ríkti ennþá hálfrökkur, þrungið djúpri kvrrð.
Grasið var vott af dögg, og inn milli trjánna, þar sem breltkan
tók við, blikaði á hana eins og silfur. Morgunloftið var nístandi
halt, líkt og í norðlægum löndum, þegar frost er í nánd. Hversu
°ft, sem maður reynir, hugsaði ég, er þó ómögulegt í þessum
kulda og hálfrökkri að hugsa sér sólskin og óþolandi liita eftir
nokkrar klukkustundir.
Grá þokan lá enn á hæðunum og lagaði sig eftir þeim á kyn-