Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 111
EIMREIÐIN danskt hervald gegn íslenzkum
223
fá þennan unga mann á lieimilið. Hami liefur látið vaða á súð-
um, glettnin hefur ólgað og soðið í honum, þótt liún væri stund-
um illkvittin, og enginn hefur staðizt lionum snúning í orðavið-
skiptum. Hann var söngmaður og eftirherma og gat látið fjúka
í kviðlingum. Hami var með öðrum orðum eitt af þessum djörfu
°g ókærnu glæsimennum, sem kvenfólkið laðast að og sækist
eftir í óforsjálni sinni og tekur jafnvel fram yfir farsæla og
haeggerða efnismenn, án þess að liugsa um afleiðingarnar.
Heimasætumar á Saurum voru tvær, Kristín og Ingveldur. Þær
lögðu báðar ást á vinnumanninn, og hann átti ekki til þá dyggð
Jósefs, að snúa baki við ungri konu, sem þráði atlot lians. Hugur
hans til kvenna var líka svo víðfeðmur, að hann lét ekki vinnu-
konuna á lieimilinu afskipta. Öll þessi ástasambönd báru sýni-
legan árangur samkvæmt eðlilegu lögmáli náttúrunnar og lífs-
ins, og nú mátti Gísli harma það, að í þjóðfélagi hans ríktu ekki
hjónabandslögmál Múhameðs spámanns eða Jósefs Smith. ■—
Vinnukonan varð að hverfa af heimilinu, en Gísli kvæntist ann-
arri heimasætunni, Kristínu, en báðar voru þær systurnar áfram
a Saurum um skeið. En brátt kom í ljós, að Gísli gerði ekki konu
8111a einlilíta, og kom þar, að sóknarpresti þótti sem þetta hneyksli
niætti ekki svo búið standa í kristilegum söfnuði. Þótt Gísli
léti úrskurð og dóma yfirvaldanna í þessu máli sem vind um
eyru þjóta, þá fór svo, að mágkonan varð að flytjast í aðra sveit.
En Gísli unni henni mikið og bjó svo um hnúta, að hann gat
náð fundum hennar, þótt vík væri nú milli vina.
Þess er enginn kostur hér að rekja nánar fleiri kvennamál þessa
hreiðfirzka Casanova, því að hami átti ástamök við margar fleiri
konur og böm með sumum þeirra. Þess skal þó getið, að þegar
Gísli var kominn undir fimmtugt, kynntist hann ungri heima-
sætu vestur í Saurbæ, þegar hann var þar á ferðalagi. Er þar
skjótt af að segja, að með þeim tókust heitar ástir, svo að Gísli
tók þessa ungu stúlku, sem Ragnhildur hét, til sín, en hrakti
Kristínu konu sína frá sér. Þau Ragnliildur bjuggu síðan saman
til dauðadags Gísla. Sýnir þetta og sannar glæsimennsku Gísla,
aö þessi miðaldra heirrsmaður skyldi svo skjótlega sigra unga
stiílku, sem hefur að sjálfsögðu verið gagnkunnug gruggugri for-
tíS hans og mislitu mannorði.