Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 126

Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 126
238 FRÁ BORÐI RITSTJÓRANS EIMREIÐIN á kaupum, sem alls ekki er víst. Nokkur fleiri dæmi eru þess, að erlend félög’ og einstaklingar hafi undanfarna áratugi eignazt hér á landi hlunnindi og ýms fríðindi, sem íslenzka ríkið eða innlendir aðilar aðrir hafa svo orðið að kaupa — stundum dýru verði. Sem betur fer hafa jafnan verið og eru enn uppi þjóðhollir menn, sem hafa varað við slíkri verzlun með innlend fríðindi í hendur erlendra einstaklinga og félaga. Og yfirleitt hafa landsmenn verið vel á verði um meöferð þjóðlegra verðmæta, síðan þeir vöknuðu upp við þann vonda draum, að mörgum þeirra höfðu þeir glatað í hendur útlendinga. Sum þessi verð- mæti eru slík, að þau verða ekki metin til fjár. Onnur eru þess eðlis, að þau koma ekki að notum nema að miklu fé sé varið til að hagnýta þau. Stundum nemur það fé meiru en svo, að þjóðin sjálf hafi tök á að leggja það fram. En þá er betra að bíða og sjá hverju fram vindur en að selja dýrmæt réttindi landsins erlendum þjóðum, eins og persneska stjórnin gerði á sínum tíma. * * * SÍÐAN vér gengum í Bernarsambandið, til þess að bjarga lista- mönnum vorum frá því að vera rændir erlendis réttinum til að krefj- ast greiðslu fyrir afrek sín í myndlist, tónlist, bókmenntum o. s. frv. og koma í veg fyrir, að gráðugir íslenzkir útgefendur rændu erlend skáld verkum þeirra með því að þýða þau á íslenzku bótalaust, hefur fjölgað þýðingum á vissum erlendum metsölubókum. Aftur á móti er lítið um þýðingar á sígildum ritum erlendra afburðahöfunda. Nú er skylt að greiða fyrir þýðingarrétt á hverjum reifara, ekki síður en á öndvegisritum. Það skyldi þó ekki vera, að reifararnir seljist betur en öndvegisritin og freistingin sé því meiri nú að kaupa þýðingarrétt á reifurunum en öðrum tegundum erlendra bóka? Annars eru met- sölubækur og mat á þeim fróðlegt viðfangsefni. Og fjærri fer því, að sumar þær metsölubækur erlendar, sem mest eru auglýstar, séu eftir- sóknarverðar íslenzkum lesendum. Æsandi sögur um allskonar glæpa- hneigðir fljúga út í fólkið á fjölda tungumála, séu þær nógu sniðug- lega auglýstar. Því „sadistiske og erotomane instinkter tilfredsstilles sável som religiöse eller nationale, man fár hvad man har betalt for“, eins og Nic Stang, ritstjóri tímaritsins „Vinduet" í Osló, kemst nýlega að orði í grein um metsölubækur. Trúarlegar og þjóðlegar dyggðir dafna að jafnaði bezt við lestur sígildra, innlendra og þjóðlegra bók- mennta. Metsölubækurnar eru ekki nærri alltaf úr þeirra flokki. Öllu oftar glæða þær og lífga „de sadistiske og erotomane instinkter", sem Stang ritstjóri nefnir svo. Og fyrir það er margur fús að greiða bæði þýðingarrétt og bókarverð. Annars er fjarri því, að rétt sé að gera lítið úr gildi góðra þýðinga, og mörg metsölubókin á erlendum bóka- markaði er jafnframt úrvalsbók, þó að hvergi nærri fari þetta tvennt alltaf saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.