Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 16
128
VESTUR-ÍSLENZKT SKÁLD
eimreiðin
Strax mn veturinn (1903—04) hafði Gísli gengið í Söngflokk
Tínítarakirkjunnar ásamt Þórami bróður sínum, sem var þar
organisti. Kynntist hann þannig sr. Rögnvaldi Péturssyni og varð
snortinn af gáfum lians, glæsimennsku og áhuga. Gerðist hann
heimagangur í húsi Rögnvaldar. Ætlaði Rögnvaldur að kenna
honum ensku, en fá tilsögn í íslenzkri setningafræði í staðinn.
Að vísu varð lítið úr námi á báða bóga, en Rögnvaldur fékk i
staðinn tryggan og ötulan liðsmann í himi frjálslynda flokk sinn.
Einhverntíma í maí 1904 hóaði Rögnvaldur saman tólf mönn-
um og fékk þá til að bindast samtökum um það að stofna nýtt
frjálslynt tímarit. Rögnvaldur áleit, „að gott og djarft málgagn
væri meira virði en margar kirkjuræður“. Níu talsins munu hafa
lofað að leggja allt að 25 dölum liver fyrirtækinu til styrktar.
„Man ég það“, segir Gísli, „bezt af því, að stundum sungum við,
þegar fáir vom í kring, vísuna: „Nú eru líka níu menn, sem
nóttina eiga að stytta“. Hvergi er það þó skjalfest, að þessir niu
menn hafi lagt féið fram, „enda munum við allir liafa átt það
sammerkt að liafa lítið af „afli þeirra liluta, er gera skal“.“ Saint
stofnuðu félagarnir á þessum fundi tímaritið Heimi, er hljóp af
stokkunum 15. júlí 1904, og entust kraftar nokkumveginn í nín
ár, þar til Rögnvaldur Pétursson varð ritstjóri Heimskringlu
(1914). Gat hann þá látið hana lialda uppi vörnum fyrir hinn
frjálslynda kirkjuflokk simi.
En niðurstaða fundarins fyrir Gísla varð sú, „að ég gerðist hlut-
liafi ... og réðist um leið í að setja á stofn ofurlitla prentsmiðju á eigin
kostnað. Og með henni eða skömmu síðar var Heimir í heiminn bonnn.
Fyrsta heftið var dagsett 15. júlí 1904, og prentaði ég liann svo og sá að
nokkru leyti um útkomu hans með ritstjóranum næstu fimm ár, eða þangað
til ég seldi Andersonsbræðrum prenláliöldin".
F. H. Berg (Eddu, 15. apríl 1946) upplýsir, að prentvélin hafi
verið stigin með fætinum, og var það mikið erfiði að standa við
ltana frá morgni til kvölds, en ekki lét Gísli það á sér festa.
Raunar segir Gísli, að þetta liafi verið „harðir dagar og oftast htið
í aðra hönd, því blaðið varð að koma út, hvort sem nokkuð var í sjóði eða
ekki. En þó hef ég aldrei séð eftir þeim liluta ævinnar. Andlegt sanifélag
er stundum meira virði en margir skildingar".
Til samanburðar við þessa frásögn Gísla er nú gaman að hafa
það, sem Rögnvaldur Pétursson segir um það mál í ræðu á 25
ára giftingarafmæli þeirra Gísla og Guðrúnar.