Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 130
242
LEIKLISTIN
EIMREIÐIN
listaviðburður, sem seint mun úr
minni líða. Heiður þeim, sem heið-
ur ber, og er þá fyrsta til að
nefna Stefán Islandi og Guðmund
Jónsson óperusöngvara, en leik-
stjórinn, Simon Edwardsen, hljóm-
sveitarstjórinn, dr. Urbancic,
hljómsveit og kór, eiga og ómælda
hluti. Til yndisauka og ánægju
var koma söngfuglanna, Elsu
Miihl og Evu Berge, sem sagt,
óperan var ágæt — en hvað kost-
aði hún? Og á hún að kosta það
í framtíðinni, að allur styrkur
leikhússins fari í óperuflutning á
ítölsku og þýzku, en þýddir gam-
anleikir látnir mylja undir Shake-
speare og aðra klassiska höfunda
í viðlögum og íslenzk leikrit sett
á guð og gaddinn? Um þessa
hluti er rétt að fara að tala í
fullri alvöru nú, þegar hátíðar-
víman er liðin hjá.
Á himni eru viss tákn, sem
Ævar Kvaran í Lénharði fógeta.
stjörnuskoðarar telja óyggjandi
fyrirboða um örðugleika í leik-
húsheiminum. En þarf að kenna
stjörnunum um þessa erfiðleika?
Leikhúsþreytan er tekin að gera
vart við sig. Of mikið má af öllu
gera. Þegar boðið er upp á um
20 leikrit og sjálfstæðar sýningar,
eins og hér var í fyrra, allt með
reiknað, virðist íbúatala bæjarins
helzt til lág, ef gera á ráð fyrir
troðfullum húsum á hverju kvöldi.
Til úrbóta horfði að lækka að-
göngumiðaverðið, einkum er við-
kunnanlegra til að hugsa, að opin-
beru fé sé varið til uppbótar á
ódýr sæti, heldur en eins og nú
er, til að borga fyrir hálfu húsin
og auðu bekkina.
En leikhúsþreytan er til í öðru
formi. Hennar verður stundum
vart á frumsýningum. Þá er eins
og allir séu dauðþreyttir löngu
áður en úti er. Þetta sama fyrir-
bæri kallaði Bjarni frá Vogi and-
legan þræsing, og stundum verður
hann svo mikill, að hann strá-
drepur dágóð leikrit.
Ekki verður lát á rigningunni.
Það er svo sem komið haust.
Nýtt leikár byrjað. — Eftir
nokkrar sýningar á Rigoletto, sem
urðu færri en vonir manna stóðu
til, tók Þjóðleikhúsið Lénharð fó-
geta eftir Einar H. Kvaran til
sýninga sem fyrsta verkefni sitt
á leikárinu. Leikritið hefur alltaf
notið vinsælda, en það er stutt
síðan það var leikið hér í bæ, og
því var kurr í mönnum út af sýn-
ingu þess nú, þó að minning höf-
undarins réttlæti valið fullkom-
lega. En hér fór verr en skyldi,
því að ytri sviðsetning leiksins
misheppnaðist. Yngri leikhúsmenn
vorir, tjaldamálarar jafnt og aðr-