Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1951, Side 130

Eimreiðin - 01.07.1951, Side 130
242 LEIKLISTIN EIMREIÐIN listaviðburður, sem seint mun úr minni líða. Heiður þeim, sem heið- ur ber, og er þá fyrsta til að nefna Stefán Islandi og Guðmund Jónsson óperusöngvara, en leik- stjórinn, Simon Edwardsen, hljóm- sveitarstjórinn, dr. Urbancic, hljómsveit og kór, eiga og ómælda hluti. Til yndisauka og ánægju var koma söngfuglanna, Elsu Miihl og Evu Berge, sem sagt, óperan var ágæt — en hvað kost- aði hún? Og á hún að kosta það í framtíðinni, að allur styrkur leikhússins fari í óperuflutning á ítölsku og þýzku, en þýddir gam- anleikir látnir mylja undir Shake- speare og aðra klassiska höfunda í viðlögum og íslenzk leikrit sett á guð og gaddinn? Um þessa hluti er rétt að fara að tala í fullri alvöru nú, þegar hátíðar- víman er liðin hjá. Á himni eru viss tákn, sem Ævar Kvaran í Lénharði fógeta. stjörnuskoðarar telja óyggjandi fyrirboða um örðugleika í leik- húsheiminum. En þarf að kenna stjörnunum um þessa erfiðleika? Leikhúsþreytan er tekin að gera vart við sig. Of mikið má af öllu gera. Þegar boðið er upp á um 20 leikrit og sjálfstæðar sýningar, eins og hér var í fyrra, allt með reiknað, virðist íbúatala bæjarins helzt til lág, ef gera á ráð fyrir troðfullum húsum á hverju kvöldi. Til úrbóta horfði að lækka að- göngumiðaverðið, einkum er við- kunnanlegra til að hugsa, að opin- beru fé sé varið til uppbótar á ódýr sæti, heldur en eins og nú er, til að borga fyrir hálfu húsin og auðu bekkina. En leikhúsþreytan er til í öðru formi. Hennar verður stundum vart á frumsýningum. Þá er eins og allir séu dauðþreyttir löngu áður en úti er. Þetta sama fyrir- bæri kallaði Bjarni frá Vogi and- legan þræsing, og stundum verður hann svo mikill, að hann strá- drepur dágóð leikrit. Ekki verður lát á rigningunni. Það er svo sem komið haust. Nýtt leikár byrjað. — Eftir nokkrar sýningar á Rigoletto, sem urðu færri en vonir manna stóðu til, tók Þjóðleikhúsið Lénharð fó- geta eftir Einar H. Kvaran til sýninga sem fyrsta verkefni sitt á leikárinu. Leikritið hefur alltaf notið vinsælda, en það er stutt síðan það var leikið hér í bæ, og því var kurr í mönnum út af sýn- ingu þess nú, þó að minning höf- undarins réttlæti valið fullkom- lega. En hér fór verr en skyldi, því að ytri sviðsetning leiksins misheppnaðist. Yngri leikhúsmenn vorir, tjaldamálarar jafnt og aðr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.