Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 118
230
DANSKT HERVALD GEGN ÍSLENZKUM EIMREIÐIN
lireyfinn. Auðvitað er þetta óviðeigandi, og framkoma fangans
dregur úr sigurgleði yfirvaldanna. Svo er lialdið til Stykkis-
hólms, og fanginn er fluttur um borð í kóngsins skip, Diönu,
sem bíður hans. Svo lieldur stríðsskipið til Reykjavíkur með
einn íslenzkan bónda — í tugthúsið. Og nú tekur hann loks út
hegningu sína. Heiðri dómsvaldsins og íslenzkra yfirvalda er
borgið — með aðstoð dansks liervalds.
Saura-Gísli kom til höfuðstaðarins, bæði til tugthússdvalar
og annars. En það er glöggt, að hann liefur ekki komið þar
fram sem auðmjúkur fangi og lítilsverður sveitakarl. Hann var
löngum liöfðingjadjarfur og óliræddur við að koma sér á fram-
færi. Og háyfirvöldin í Reykjavík voru ekki fráhitin því að eiga
skipti og kunningsskap við þennan margdæmda bónda að vest-
an. Sjálfur háyfirdómarinn í Landsyfirréttinum, Þórður Jónas-
son, fékk óorð af kunningsskap sínum við Gísla. Svo kom, að
þeir áttu viðskipti saman: Gísli sendi háyfirdómaranum smjör,
og slíkt var auðvitað ekki látið liggja í láginni í þessu landi
kunnmgsskaparins og kjaftasagnanna. Og Jón Tlioroddsen, skáld
og sýslumaður, sá það broslega í þessum skiptum tugthússmanns-
ins og háyfirdómarans og orti þessa fyndnu gamanvísu um Þórð
Jónasson og Saura-Gísla, ásamt fleiri vísum:
„Þórður minn!
Þórður minn!
Það er hver sér:
að bíta smátt
brauðið grátt
ei þurfið þér.
T r Dölum fáið ]) ér drjúgum smér,
dropsöm Saurakýrin er,
þegar á ári þrisvar ber,
þrisvar ber“.
Og livað gat svo komið virðulegum háyfirdómara og öðrum
reykvískum liöfðingjum til þess að virða þennan brotlega upp-
reisnarsegg og tugthúslim ekki aðeins viðtals, heldur hinda bein-
línis við hann kunningsskap ? Varla annað en greind lians, gáfur
og persónutöfrar, sem virtust verka á konur og karla, ef hann