Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 138
250
RITSJÁ
EIMREIÐIN
og hann gerði með kvæðunum í
næstu bók sinni á undan þessari:
Störin syngur. Þessar teikningar eru
margar prýðilega gerðar og eiga vel
við efni Ijóðanna. Sv. S.
ÍSLAND í inyndum eftir Hans
Malinberg með texta eftir Helga P.
Briem er snyrtileg myndabók, sem
Nordisk Rotogravyr í Stokkhólmi
hefur gefið út. Myndirnar eru flestar
frá Reykjavík og gefa allgóða hug-
mynd um land og þjóð, þó að margs
sé að sakna svo að fullnaðarlýsing
friist.
Helgi P. Briem, sendilierra Islands
í Svíþjóð, hefur ritað inngangsgrein
með myndunum: Omvandlingens Is-
land. Þar gerir hann í stórum drátt-
uin grein fyrir ýmsum breytingum,
sem orðið hafa á íslandi undan-
farna áratugi, lýsir nokkuð stöðu
íslands í síðustu styrjöld, utanríkis-
pólitík landsins, sem liann bendir
réttilega á, að hljóti vegna legu þess,
að falla í sama farveg og utanríkis-
pólitík Bretlands, lýsir dvöl brezku
og bandarÍ8ku herjanna liér á landi
og hernaðarlegri þýðingu landsins,
mótmælir reifarasögum um gróða Is-
lendinga á stríðinu, sem frændur
vorir á Norðurlöndum voru — því
miður — ötulastir við að útbreiða
og inagna, eftir að opnaðust sam-
gönguleiðir milli íslands og Norður-
landa að stríðinu loknu, o. s. frv.
Bókin er eiguleg m. a. vegna
myndanna, og gagnleg til skilnings
á Islandi og íbúum þess.
Sv. S.
THE SAGA OF HRAFN SVEIN-
BJARNARSON. The Life of an
Icelandic Physician of the Thir-
teenth Century. Translated with an
lntroduction and Notes by Anne
Tjomsland, M. D. (Islandica, Vol.
35, edited by Kristján Karlsson).
Cornell University Press, Ithaca,
New York, 1951.
Hrafns saga Sveinbjarnarsonar er
bæði vel rituð og merkileg menning-
arsöguleg heimild; einkum hafa þeir
kaflar liennar, sem fjalla um lækn-
ingar Hrafns, vakið athygli erlendra
fræðimanna, verið snúið á útlend
tungumál og teknir til ítarlegrar at-
hugunar. Þó njóta þeir kaflar sín
eigi til fullnustu, nema þeir séu lesnir
í ljósi söguheildarinnar og með sam-
tíðarathurði í haksýn. Þessi enska
heildarþýðing Hrafns sögu er því
hin þarfasta, og mun eigi aðeins kær-
komin sérfræðingum í norrænum
fræðum, heldur og öðrum þeim, sem
áhuga liafa fyrir þeim efnum al-
mennt; göfugmennska Hrafns vekur
aðdáun lesanda, jafnframt því sem
örlaga- og atburðarík saga hans tekur
liug þeirra föstum tökum.
Með tilliti til læknisfræðilegu lýs-
inganna í sögunni, var það einnig
ágætlega ráðið, að Anne Tjomsland
læknir hefur annazt þýðinguna. Fylg-
ir hún henni úr hlaði með næsta
ítarlegri og einkar greinargóðri inn-
gangsritgerð. Er þar lýst bókmennta-
og sögulegu gildi sögunnar, rakið í
megindráttum efiii liennar, sagt frá
tilgátum fræðimanna um ritun henn-
ar og höfund og getið handrita
liennar. Þá er sérstakur kafli helg-
aður afkomendum Hrafns og lækn-
ingastarfsemi þeirra, er sýnir það
glöggt, liversu læknislistin liélzt lengi
í ættinni. Lokakafli inngangsins ræð-
ir síðan um lækningar norrænna
manna að fornu, með tilvitnunum til
erlendra og íslenzkra rita.
Útgáfa Hrafns sögu í Sturlunga
sögu, II (1878), hefur verid lögð til