Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 102
214
LULLU
EIMREIÐIN
á hlýju gólfinu. Lullu liafði bjöllu í ól um hálsinn. Þegar hund-
arnir heyrðu bjölluhljóminn færast nær, risu þeir auðmjúkir
á fætur, yfirgáfu bæli sín við arininn og lögðust fyrir annars-
staðar.
En sjálf var Lullu liin ljúfmannlegasta, þegar hún svo kom
og lireiðraði um sig framan við arininn, snyrtileg eins og liefðar-
mey, sem sveipar að sér pilsunum og vill ekki vera fyrir öðrum.
Mjólkina sína drakk hún með vingjarnlegum lítillætissvip, rétt
eins og hún væri að þóknast óþarflega veitulli liúsmóður. Hún
heimtaði, að sér væri klórað bak við eyrað, með tepruskap og
lítillæti, eins og ung eiginkona, sem leyfir manninum að leika
að liönd sinni.
1 blóma æskunnar var Lullu grönn, fíngerð, mjúklega vaxin
liind, full yndisþokka. Hún minnti á kvæði Heines um hinar
vitru og frómu gazellur við Ganges.
En Lullu var enginn sakleysingi. Miklu fremur mátti hún
kallast forhert. Hún kunni til hlítar þá kvenlegu list að látast
vera í varnarstöðu, en vera þó albúin til árásar. Á livað? Á
allan heiminn.
Skapferli Lullu var kynlegt — þar var allra veðra von. Stund-
um réðst liún á hestinn minn, þegar hann varð fyrir henni a
veginum.
Mér datt stundum gamli Hagenbeck í liug, en liann sagði, að
liirtirnir væru óáreiðanlegastir allra dýra, hlébarðann væri hægt
að binda vináttu við, en ungum hirti skyldi enginn treysta. því
að hann mundi fyrr eða síðar bregðast traustinu.
Lullu var átrúnaðargoðið á heimilinu, jafnvel þótt liún liagaði
sér eins og sannkölluð daðursdrós. En óskir liennar gátum við
ekki uppfyllt. Stundum sneri liún baki við okkur tímunum
saman, jafnvel lieila daga. Og þegar andinn kom yfir liana og
óánægja hennar með kjör sín náði hámarki, brá liún á leik á
flötinni framan við liúsið. Hér danzaði liún eins konar stríðsdanz,
sem í sannleika sagt virtist gerður til að freista kölska sjálfs.
— Ó, Lullu, hugsaði ég. Ég veit þú býrð yfir kynngikrafti, —
ég veit þú stekkur hærra en nokkum órar fyrir. Þú ert reið við
okkur og óskar okkur norður og niður, og þangað værum við
líklega komin, ef þú hefðir gert þér þá fyrirhöfn að sálga okkur.
En við liöfum ekki lokað þig innan múra, sem þú ekki kenist