Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 114
226
DANSKT HERVALD GEGN ÍSLENZKUM EIMREEÐIN
hann nú hnakkakertur aftur vestur í átthagana og þóttist nú hafa
komiS ár sinni vel fyrir borð og hældist jafnvel um.
En yfirvöldunum þótti Gísli hafa sloppið helzt til vel við
refsinguna og grunaði, að ekki numdi allt með felldu um
veikindi hans. Átti nú enn að taka Saurabóndann og færa hann
til hegningar. En nú liafði Gísli allur færzt í aukana við vel-
gengnina. Hann vísaði öllum slíkum kröfuni á bug með fyrir-
litningu og hauð sýslumönnum og amtsyfirvöldum byrginn.
Hver leiðangurinn á fætur öðrum er gerður út til að handtaka
þennan eina mann, en allt kemur fyrir ekki. Gísli smýgur stöð-
ugt um greipar réttvísinnar. Hann liefur úti njósnir eins og
liöfðingjar Sturlungaaldarinnar, og hann er jafnan var um sig
og viðbúinn heima á bæ sínum eins og þeir, sem sökótt áttu
til foma. Þegar erindrekar laganna ríða að honnm sem snúðug-
legast, er fuglinn alltaf floginn, og kvenfólk hans skvettir stækri
keitu í augun á valdsmönnunum. Illkvittnishláturinn ískrar
niðri í sauðsvörtum almúganum, en yfirvöldin klóra sér í höfði
og bölva í hljóði. Mannorð þeirra og embættisæra hanga á hlá-
þræði, virðing laganna og vald réttvísinnar em í veði.
Hvað á að gera við þennan baldna karlskratta þama inni í
Dölum, sem hvorki er hægt að hýða, sekta eða setja í tugthúsið?
EitthvaS verður að gera, það er deginum ljósara.
V.
Nótt eina í júní skríður bátur inn Hvammsfjörð. Hátt er til
lofts og vítt til veggja í liásumardýrð þessa friðsæla fjarðar.
Vogamir iða af æðarfugli, forvitnir kópar stinga upp hausnum
í kjalsoginu. En hátverjar veita unaðssemdum vomæturinnar
litla atliygli. Ræðararnir leggjast knálega á árarnar, og fátt er
talað. Allt em þetta vasklegir menn, einvalalið. En livað er
þetta? Ekki getur farið hjá því, að tveir þeirra dragi alveg
sérstaklega að sér athyglina, því að þeir eru í búningi danska
sjóhersins, gráir fyrir járnum og munda byssuhólkana. Þetta
em „soldátar“ af herskipinu Diönu, sem liggur úti á Stykkis-
hólmshöfn. Þeir era ef til vill liálf-fýldir á svipinn yfir þessu
ferðalagi um hánótt, en þó má búast við ævintýri, því að þeim