Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 84
196
TVÆR VITNALEIÐSLUR
eimreiðin
stæðing minn, ef }>ið óskið. En að minnsta kosti vitið þið nú,
livernig framkvæmd réttlætisins er stundum af höndum innt“.
Babcock dómari sneri stóli sínum.
„Setjist þér, lierra minn“, sagði hann við ákærandann óhanx-
ingjusama. „Kviðdómendur, eftir því sein ég lief dómarahæfi-
leika til, tel ég, að rökin gegn ákærða í þessu máli liafi ekki
það sönnunargildi, sem krefjast yrði til að sakfelling gæti komið
til greina. Ég úrskurða sýknun“.
„Hlýðið á dómsúrskurðinn, sem nú var fyrir yður hafður“,
þuldi réttarþjónninn. „Segið, að ákærði sé sýkn saka, og segið
það allir“.
S. S. þýddi.
Maður og blóm.
Hann kom sjálfur til dyra og bauð mér inn. Þetta var ungur
maður, ljósliærður og bláeygur, meðalmaður vexti og þrekinii
um lierðar. Andlitsfallið var látlaust, og allt yfirhragð lians bauð
af sér góðan þokka. Hann var klæddur vel stroknum buxum
úr gráu ullarefni, og blárri silkiskyrtu. Utan yfir var liann i
brúnum vinnuslopp, og ég tók eftir moldarklessum á ermunum-
Hann vísaði mér inn í stórt herbergi, sem virtist nokkurs
konar sambland af gróðurhúsi og setustofu. Einn veggurinn var
ekkert annað en stór gluggi, og við liann stóðu blómsturpottar
í röðum, skrýddir marglitum og ilmandi blómum af hinum fra-
brugðnustu gerðum. Veggirnir í salnum voru málaðir Ijósgrænum
lit, sem orkaði þægilega á þreyttar taugar mínar.
Ungi maðurinn hrosti, og ég sá, að það var gull í tönnum hans.
Hann vísaði mér á notalegan hægindastól í einu horninu og
ýtti að mér vindlingaliylki.
— Þér verðið að hafa mig afsakaðan ofurlitla stund, læknir?
sagði hann. Ég er að dytta að blómunum, og það þolir enga
bið, fyrst ég er byrjaður á því. Ég vona, að þér hafið tíma til
að reykja vindling?