Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 40

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 40
192 SLAGHARPAN eimreiðin dapran, þá verður hún aftur kát og rekur allar mínar áhyggjur á flótta. Hún er í einu orði sagt dásamleg. I fyrra taldi hún mig á að leita ráða hjá ungum skurð- lækni, sem er vinur okkar beggja. Hann vakti mér von, sem nú er orðin að vissu. Ég hef með öðrum orðum himin höndum tekið — og þar hefurðu sögu mína alla! Nú verður þú að segja mér um sjálfan þig, Serval. Ég hef eingöngu talað um sjálfan mig — og um leið verið að tala við sjálfan mig. „Mér þykir ákaflega vænt um að heyra, hve hamingju- samur þú ert, Flao. Saga mín er allt önnur en þín, hún er bæði smánarleg og ekki sérlega margbrotin, en ég skal segja þér hana alla, eins og hún er, og í eins fáum orðum og unnt er. f París var ég nákominn kvenmanni, sem ég elskaði út af lífinu árum saman. Hún var greind, en undirförul. Hún blekkti mig, bæði að því er sjálfa hana snerti og aðra. Þannig reyndist hún frá því fyrsta að ég kynntist henni og þar til við skildum fyrir fullt og allt. Hún var miskunnar- laus að eðlisfari. Þegar mér tók að ganga illa í lífsbaráttunni, rann það upp fyrir henni, að hún hefði gert rangt í að binda trúss við lánleysingja eins og mig. Hún hefndi sín með því að saurga og svívirða allt, sem mér hafði verið heilagt í samlifi okkar. Hún hafði undrunarvert minni. Nóttina áður en hún skildi við mig talaði hún allt fram undir morgun um liðna sam- veru okkar. Hún hafði mjög viðfelldna rödd, talaði í lágum hljóðum. Undirfurðuleg og ósvífin hellti hún eitri í sál mína með því að birta mér hug sinn eins og hann var í raun og veru. Ég hafði látið fallazt í hægindastól, yfirbugaður og örvilnaður. Hefðum við verið lögzt til hvíldar og legið hlið við hlið í rúminu eða ég setið í venjulegum bakstól, sem ég hefði getað sprottið á fætur úr fyrirhafnarlaust, er ég ekki viss um, að hún hefði sloppið eins vel og hún gerði með eiturörvar sínar. Ég hefði þá að líkindum gert út af við hana. En í þessum djúpa hægindastól, sem ég sat í, varð ég aðeins magnþrota áheyrandi að óhugnanlegu fyrirbrigði, sem

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.