Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Side 46

Eimreiðin - 01.07.1954, Side 46
ÓLAFUR í HVALLÁTRUM Nokkrar minningar úr Breiðafirði eftir Sigurö Einarsson. Vorið 1926 fluttist ég vestur í Breiðafjörð og settist að i Flatey. Síðan er liðinn rúmlega aldarfjórðungur, augnablik i lífi kynslóðanna, en drjúgur hluti af meðalævi manns. Gamla fólkið, sem þá var, er horfið af leiksviði lífsins, nýir menn komnir til sögunnar. Hættir og lífsaðstaða eldri kynslóðanna að falla í fyrnsku, nöfnin að gleymast. Ásýnd lifsins hefur breytt um svip. Það var á heiðbjartri júnínótt, sem ég kom fyrst til Flateyjar, lognsléttur sjór, hvanngrænar eyjar, iðandi fuglalíf, og fannhvít þokumóða eins og örfínt traf yfir sjónum. Ég stóð á þiljum og virti fyrir mér þessa vornæturdýrð í faðmi hins undrafríða fjallahrings. Og þessa júninótt skapaðist hjá mér sú sannfæring á meðan ég þokaðist yfir blikandi hafflötinn í átt til míns nýja heimkynnis, er staðið hefur óhögguð síðan: Vera má, að hvergi sé vorið fegurra á íslandi en einmitt í Breiðafjarðareyjum. Ég geymi enn í huga mér margar undursamlegar endurminn- ingar um Breiðafjörð, minningar um hann í sólbliki heiðra vor- daga og minningar um hann í hamförum geystra vetrarveðra. En minnisstæðastir eru mér þó mennirnir, hin sérkennilega manngerð, sem ég kynntist þarna í fyrsta sinn. Og engin laun- ung er mér á því, að hugþekkastur og kærastur er mér í endur- minningunni Ólafur bóndi Bergsveinsson í Hvallátrum, sá, er hér segir siðar nokkuð frá. Ég get ekki dulizt þess, að Breiðfirðingar skipa í vitund minni sess alveg út af fyrir sig, bera sinn eigin sérstæða svip, og eru fulltrúar sérstakrar skapgerðar. Eitt af því fyrsta, sem ég rak mig á i fari Breiðfirðinga, var ákaflega rik héraðsvitund og átthagakennd. Það er nærri ætlan

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.