Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 46
ÓLAFUR í HVALLÁTRUM Nokkrar minningar úr Breiðafirði eftir Sigurö Einarsson. Vorið 1926 fluttist ég vestur í Breiðafjörð og settist að i Flatey. Síðan er liðinn rúmlega aldarfjórðungur, augnablik i lífi kynslóðanna, en drjúgur hluti af meðalævi manns. Gamla fólkið, sem þá var, er horfið af leiksviði lífsins, nýir menn komnir til sögunnar. Hættir og lífsaðstaða eldri kynslóðanna að falla í fyrnsku, nöfnin að gleymast. Ásýnd lifsins hefur breytt um svip. Það var á heiðbjartri júnínótt, sem ég kom fyrst til Flateyjar, lognsléttur sjór, hvanngrænar eyjar, iðandi fuglalíf, og fannhvít þokumóða eins og örfínt traf yfir sjónum. Ég stóð á þiljum og virti fyrir mér þessa vornæturdýrð í faðmi hins undrafríða fjallahrings. Og þessa júninótt skapaðist hjá mér sú sannfæring á meðan ég þokaðist yfir blikandi hafflötinn í átt til míns nýja heimkynnis, er staðið hefur óhögguð síðan: Vera má, að hvergi sé vorið fegurra á íslandi en einmitt í Breiðafjarðareyjum. Ég geymi enn í huga mér margar undursamlegar endurminn- ingar um Breiðafjörð, minningar um hann í sólbliki heiðra vor- daga og minningar um hann í hamförum geystra vetrarveðra. En minnisstæðastir eru mér þó mennirnir, hin sérkennilega manngerð, sem ég kynntist þarna í fyrsta sinn. Og engin laun- ung er mér á því, að hugþekkastur og kærastur er mér í endur- minningunni Ólafur bóndi Bergsveinsson í Hvallátrum, sá, er hér segir siðar nokkuð frá. Ég get ekki dulizt þess, að Breiðfirðingar skipa í vitund minni sess alveg út af fyrir sig, bera sinn eigin sérstæða svip, og eru fulltrúar sérstakrar skapgerðar. Eitt af því fyrsta, sem ég rak mig á i fari Breiðfirðinga, var ákaflega rik héraðsvitund og átthagakennd. Það er nærri ætlan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.