Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Side 52

Eimreiðin - 01.07.1954, Side 52
204 ÓLAFUR 1 HVALLÁTRUM eimreibin Hjaltasonar prófasts á Stað í Steingrímsfirði, Jónssonar. Kona Daniels gullsmiðs var Kristín Grímsdóttir bónda á Emmubergi á Skógarströnd Jónssonar. 1 Skáleyjum bjó Ólafur í húsmennsku í tvö ár, og stundaði á þeim árum nær eingöngu smíðar víðs vegar um eyjar, því að bústofn var lítill. Árið 1894 fékk hann byggingu fyrir helm- ingi jarðarinnar Hvallátra, sem jafnan hefur þótt með beztu ábýlisjörðum í Breiðafjarðareyjum. Fékk hann ábúðina við það, að Bergsveinn bóndi Jónsson féll frá. En sama ár verður það, áður en Ólafur flutti að Hvallátrum, að Þórarinn bóndi Þor- láksson, sem lengi hafið búið á hinni hálflendunni, andaðist einnig 20. apríl um veturinn. Náði Ólafur því innan skamms ábúð á öllum Hvallátrum og bjó þar siðan rausnarbúi við mikinn skörungsskap og margháttaðar framkvæmdir til 1935, að hann sleppti jörðinni í hendur sona sinna. — Bagnheiður, ekkja Þórarins Þorlákssonar, bjó fyrstu ár Ólafs í Hvallátrum á 5 hndr. af jörðinni. Var hún þá orðin blind og mjög þrotin, og studdi Ólafur hana með ráðum og dáð. Það kom brátt i ljós, að Ólafur myndi verða stórhuga í bú- skapnum og starfsmaður mikill. Á öðru búskaparári sínu reif hann bæinn og byggði í stað hans stórt og myndarlegt íbúðar- hús á jörðinni, þó að þá hefði hann leiguábúð á henni. Ári síðar varð hann missáttur við verzlunarstjórann í Flatey um greiðslu á efniviðnum í húsið og þótti harðar gengið eftir en sanngjarnlegt væri við frumbýling, en átti sér, er frá leið, vísa von tekna fyrir smíðar sínar. En hvað sem þeim hefur farið á milli, Ólafi og verzlunarstjóranum, þá er það af Ólafi að segja, að hann siglir snúðugt inn í Hvallátur, lætur smala saman sauðfé sínu öllu og færa til skips. Sigldi hann síðan með farminn til Flateyjar og lét drepa féð til lúkningar skuld- inni. Sagði mér það gamall maður í Flatey, er þennan atburð mundi, að Ólafur hefði verið gustmikill og því líkt sem stæði einhver ógn af honum, er hann starfaði á blóðvellinum að niðurskurði fjáríns. Ólafur pantaði síðan vörm- til heimilis síns og annarra þar innfrá hjá pöntunarfélagi Dalamanna, er þa starfaði undir forustu Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal. Ekki varð sú verzlun Ólafs eða annarra eyjabænda langæ, því að örðugt var til aðsóknar þangað, enda fóru svo leikar, að saman dro

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.