Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 57
EIMKEIÐIN
ÖLAFUR 1 HVALLÁTRUM
209
Ólafur lætur dæluna ganga, kemur annar drengur hans hlaup-
andi og æpandi og segir, að þrjátíu ær séu að flæða á skeri.
I sömu andrá er sem Ólafur taki algerðum stakkaskiptum. Hann
snýr sér með hægð að drengnum og segir: „Hvað þýðir að vera
að æpa þetta og orga, barn. Er ekki nær að fara og snúa sér
að því að bjarga.“ Með það snarast hann í bát sinn með því
liði, sem fyrir hendi var. Saga þessi lýsir Ölafi vel, ákafamann-
®um og hamhleypunni. Hann gat þusað um smámuni, en tók
stórum hörmum og válegum tíðindum með óbifanlegri stillingu,
skjótræði og þreki. Þurfti hann og mjög á því að halda, því þó
®ð Ólafur væri hamingjumaður um flest og svo virtist sem allt
snerist til farsældar, er hann tók á, báru þeim hjónum að hönd-
u«i miklir harmar, er á leið ævina, og mun það hafa reynt
karlmennsku Ólafs meira en flesta grunaði.
Ólafur var, eins og þegar er á vikið, allra manna greiðvikn-
astur, en kappsmaður mikill um störf á búinu. Eitt sinn var
Það á slætti í blíðu veðri, að mig bar að garði í Hvallátrum
um miðjan dag. Var ég að koma ofan af landi úr löngu ferða-
lagi, og lék mér mjög hugur á að komast þegar samdægm's
heim í Flatey. Ólafur var að láta flytja heim hey úr úteyjum
°g hafði til flutninganna vélbát með stóran heybát í togi. Var
Ólafur um skeið einn bænda þar vestra, er átti vélbát. Fast var
gengið að hirðingunni og hver maður á bænum í starfi. Mér
var að vanda tekið af mikilli gestrisni, og gekk Ólafur með mér
til bæjar til þess að drekka kaffi. Á meðan ég er að drekka,
°rða ég það við Ólaf, að hann láti skjóta mér út i Flatey. Ólafur
tók dræmt í það og kvað mér ekkert liggja á fyrr en á morgun.
hkyldi þá flutningur til reiðu. Fék honum, sem von var, mestur
hugur á að bjarga heyjum sínum. Ég sótti mitt mál þéttings-
fast og lét sem mér myndi duga liðléttingur einn til aðstoðar,
eu engin urðu svör fengin um það bil, er kaffidrykkjunni lauk.
Gengum við nú ofan að bæjarvörinni, og stóð þar falleg skekta
í flæðarmáli, er Ólafur átti. Ég vildi ekki láta mig með öllu,
kom nú í hug margra ára sjómennska mín og bið Ólaf að lána
^aér skektuna til Flateyjar. „Þú ratar ekki út úr bæjarsundinu
°g drepur þig á leiðinni, karl minn.“ Ég kvaðst farið hafa leið-
ina áður og vera öruggur að rata, þó að skerjótt væri. „Ég er
ekki viss um að þú sért borgunarmaður fyrir skektunni, karl
14