Eimreiðin - 01.07.1954, Page 67
EIMREIÐIN-
ENGILLINN
219
hagfræði og skilaði því ekki áliti í málinu, — enda vafn-
mgaminnst að vera ekki með neinar vangaveltur um það, hvort
hlutirnir séu klipptir eða skornir. Hitt var víst, að ég færðist í
aukana við að safna innstæðum í sparisjóðsbækur.
Svo lá leið mín til Reykjavíkur, — kosinn af samsveitung-
unum til að ræða rafmagnsmál við rikisstjórnina. Ég hugsaði
^uér gott til glóðarinnar að njóta fulltingis æskuvinarins við að
knýja fram vatnsvirkjun fyrir sveitina, áður en Efra-Sogið yrði
heizlað handa Reykvíkingum.
Ég leigði mér herhergi á Hótel Rorg, lifði þar í vellystingum
— var þó, sannast að segja, eins og álfur úr hól í umferða-
þvögunni og margmenninu. En þarna var margt skemmtilegt
°g óvænt sveitamannsaugum. Ég hugsaði ráð mitt og undirbjó
áhlaupið.
1 dag mætti ég honum í Hafnarstræti. Hann var í sallafínum
svörtum vetrarfrakka og með dökkan Battersby á höfðinu, stikaði
stórum, enda kominn af sporléttum bændum, sem höfðu slitið
mörgum kúskinnsskóm í erfiðum sauðaleitum. En fótabúnaður
hans var ekki blásteinsbarkaðir skinnsokkar og ristarþvengir —
heldur marrandi blankskór úr úrvals hamleðri. Þarna varð mesti
fagnaðarfundur. En ósköp var nú sjálfstraust mitt brjóstum-
kennanlegt við hliðina á glæsibúna heimsmanninum. Ég var bú-
inn hríðarúlpu frá Vinnufatagerð Islands og með snjáðan Hektor
a hausnum, kurfslegur og herðalotinn.
Hann lét spurningarnar rigna yfir mig, beinlínis kaffærði
tnig upp fyrir eyru í spurningum, sem mér gafst ekki tóm til
að svara. Þegar hlé varð á yfirheyrslum, bauð hann mér inn
í Hressingarskálann til hádegisverðar.
Þar komst ég loksins að efninu, lysti erindi mínu til borgar-
innar og bað hann liðveizlu. Hann ljómaði allur af áhuga og
velvilja, tókst beinlínis í háaloft á stólnum, sló höndunum í
kring um sig og lýsti með skáldlegu hugmyndaflugi þeim dá-
semdum, þegar rafmagnið færi að hita og lýsa sveitabæina, snúa
skilvindum og kaffikvörnum húsmæðranna. Og karlarnir þyrftu
ekki annað en styðja á hnapp til að skafa af sér skeggbroddana.
Ja, þá yrði nú notalegt að vera sjálfseignarbóndi i sveitinni.
»Þá söðla ég bara um og gerist bóndi. Ö, það væri draumur!
Hann var með þanda gúla af kjötkrásum, smjattaði með fyrir-