Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 81

Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 81
ISLENZK ORÐTÖK eftir Halldór Halldórsson, Rvík 1954 (Isafold- arprentsmiðja h.f.). Bók þessi, sem er doktorsritgerð höfundarins, varin við Háskóla Is- lands síðla á þessu sumri, fjallar um 5,drög að rannsóknum á myndhverf- um orðtökum i íslenzku". I upphafi ritgerðar sinnar skýrir höfundurinn hver orðtök hann rann- sakar, en þau eru alls 830 að tölu °B aðallega þrenns konar: 1 fyrsta lagi orðtök eins og „svo fór um sjó- ferð þá“, sem er aðalsetning, notuð i breyttri merkingu, i öðru lagi orðtök eins og „þegar i harðbakkann slær“, sem er aukasetning, notuð í breyttri merking, og i þriðja lagi orðtök eins °g „láta dæluna ganga“, sem eru föst orðasambönd í breyttri merkingu og lafngilda umsögn eða geta jafngilt umsögn. Af þessari skipting má sjá, að í riti þessu eru ekki orðatiltæki eins og til dæmis á annað borð, með oddi og egg, i miðjum kliðum, og gerir höf. góða grein fyrir þessu. Hann segir, að orðið orðtak, eins og flest orð málsins, sé villiblóm, sem sprottið hafi á engi tungunnar. Mér finnst hæpið að nefna flest orð máls- ms villiblóm. Málfræðirannsóknir sýna, að öll þróun tungumála á sér eðlilegar orsakir, hið smæsta sem hið stærsta, og að hlutverk málfræðinga er að skýra á eðlilegan hátt, sam- kvæmt kunnum lögmálum, hvert ein- asta atriði í hverju tungumáli, öll fyrirbæri málsins, hvort sem um stofna, viðskeyti eða forskeyti eða beygingar er að ræða, og ef eitthvað er óskiljanlegt eða óskýranlegt, að reyna þá með rannsóknum og sam- anburði að varpa nýju ljósi á það, sem áður hefur verið óskýrt. 1 mín- um augum eru mörg orð málsins eins og angandi rósir, önnur eins og ill- gresi, og ef tala á um villiblóm, ætti að einskorða það við erlendar slettur og bögumæli. Höf. segir réttilega, að í islenzku muni finnast mörg þúsund orðtök, þó að hann skýri aðeins 830. Þetta er áreiðanlega rétt. Höf. kallar orðtök þau, er hann hefur rannsakað í riti þessu, myndhverf, og er þvi eðlilegt, að hann skýri í sérstökum kafla við hvað er átt. Styðst hann þar mjög við kenningar erlendra málfræðinga um þetta efni, og er greinargerð höf. itarleg, en ber þó um of vott um, að um efni þetta hefur verið hugsað á erlendum málum, en siður á islenzku. Myndhvörf svarar til meíaphor á ensku, þ. metapher, og dæmi höf. er gott: Jón hagar sér eins og sauður, Jón er sauður. 1 fyrra dæmi er um samanburð að ræða, en í seinna dæm- inu er um myndhvörf að ræða. Mynd- hvörf eru því líkingar eða myndir, en ekki samlikingar eða samanburður,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.