Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 85

Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 85
eimreiðin RITSJÁ 237 Ifgum tengslum. Allir eru þættir þessir athyglisverðir og nauðsynlegir til skýringar á eðli og uppruna orð- taka. Höf. segir réttilega, að samruni (eða kontaminaíion) sé í því fólginn, að tvö orð eða orðasambönd steypist saman i eitt, þannig að hið nýja orð eða orðasamband beri merki beggja, er til grundvallar liggja, og er þetta vel og réttilega sagt. Við gætum einnig likt því við tvær ár eða læki, sem renni saman í einn farveg, sem flytur þá vatn beggja ánna eða lækj- anna. Dæmi þau, er höf. nefnir um samruna, eins og aka hQllum fæti, er sé samruni úr aka hQllu og fara hí.illum fæti, en hvorttveggja kemur fyrir í fornu máli, hygg ég sé flest eða öll rétt skýrð. Meðal þessara orð- taka er: gjalda afráð, sem kemur fyrir í elzta máli og nú er oft nefnt: hiða afhroð. Hann nefnir skýringar Sven Tunbergs í NoB (I, 136—137) (fyrir fram ákveðið gjald, réða af) og Axel Kocks (Bidrag til svensk ety- uiologie 37—42 afraiþ: reiða), en minnist ekki á ritgerð eftir E. A. Kock í Ark. 35, 23, ritgerð eftir A. M. Sturtevant i Stud. phil. 1928, 375 nn og skýringu eftir J. Br.-Nielsen í AphS. 1946, 376, sem allar eru um skýringar á orðinu afhroð. Ég fer ekki nánar út í þær skýringar, en þær kröfur verður að gera í vísindalegu riti, að vitnað sé i allar ritgerðir um efni það, sem verið er að skýra, og var það auðvelt um orðið afhroð, þar eð ritgerða þeirra, er ég minntist á, er allra getið í 1. h. orðabókar minn- ar, en það kom út 1951. Annar þáttur nefnist samvöxtur, °g skilgreinir höf. það þannig: Með samvexti á ég við það, að tvö eða fleiri orð, sem saman standa i orðtaki, 'rerði í málvitundinni að einu orði, og nefnir hann dæmið: leggja sig í framkróka, sem muni vera samvöxtur úr leggja í fram króka, sem kemur fyrir í Fornaldarsögum, og leggja sig fram, sem fyrir kemur í forn- máli. Þessi þáttur um samvöxt er að- eins 3 siður og flytur í raun og veru aðeins þetta eina dæmi, því að skýr- ingu höf. á orðtakinu „slé i baksegl- in“ tel ég vafasama. En það má sjá af þessu dæmi, að skilgreining höf. milli þess, sem hann nefnir samruni, og þess, er hann nefnir samvöxtur, er óljós. Vér nefnum samvöxt frekar það, sem upprunalega er samvaxið, sbr. til dæmis samvaxna tvibura, en siður það, sem vex saman. Skýring höf. á orðtakinu „að leggja sig í fram- króka“ kann að vera rétt, þótt dæmin séu öll frekar ung, en mig furðar á, að hann skuli hafa gefið sérstökum þætti nafn til þess að skýra orðtak þetta, i stað þess að nefna það sem i mesta lagi afbrigði i samrunadæm- unum, þar sem orðtak þetta, að leggja sig í framkróka, virðist sam- runi úr leggja i fram króka og leggja sig fram. Dæmi þetta um samvöxt, er höf. nefnir svo, er aðeins eitt dæmi af 830 orðtökum, sem er þó skipað í sérstakan flokk eða þátt. Þetta sýnir vilja höf. til þess að gera sér ljósa grein fyrir öllum einkennum orðtaka og flokka þau niður eftir þvi, en þá hefði verið eðlilegt, að höf. hefði gert tilraun til þess að búa til sérstakt flokkunarkerfi fyrir öll 830 orðtökin og raða þeim niður í flokka eftir myndunarhætti. I þvi flokkunarkerfi hefðu stuðluðu orðtökin, er ég minnt- ist á, verið %—% af öllum orðtök- unum. En hins vegar skal ég fúslega viðurkenna, að erfitt myndi að gera slikt flokkunarkerfi. I stað þess hefur höf. valið að skipa orðtökunum í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.