Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 86

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 86
238 RITSJÁ eimreiðin flokka eftir þvi, hvaðan þau eru runn- in: frá hernaði, íþróttum og leikum, veiðimennsku, sjómennsku o. s. frv. Þessi skipting er mjög hagkvæm og glögg yfirlits, en hún skýrir ekki innsta eðli orðtakanna, hvernig þau verða til. — Þriðja þátt þriðja kafla, sem er um breytingar orðtaka, nefnir liöf. liðfall, sem er ágætt orð um ellipse, og er um þau orðtök, sem einhver liður virðist hafa fallið brott úr, eins og til dæmis orðtakið: hrökkva upp af, sem virðist vera stytt úr hrökkva upp af klakknum. Dæmi þau, er höf. nefnir um liðfall (hafa e-ð til að bera í stað hafa e-ð til brunns að bera, það á ekki úr að aka í stað úr öngum að aka, halda til fulls við e-n i stað fulls réttar eða hlutar, að slá slöku við í stað slá slöku segli við, sigla hann krappan i stað sigla krappan sjó o. fl.), hygg ég, að sé öll rétt skýrð, nema ef til vill orðtakið það á ekki úr að aka, er höf. vill skýra sem tvöfalt liðfall, nl. úr öng- um krók. Benda má á í nútimamáli: að vera i öngum sinum, þar sem ber- sýnilega er átt við nafnorðið öng í þgf. flt. (öngvar), en höf. bendir lika á, að þetta kunni svo að vera. Til samanburðar má geta þýzka nafn- orðsins enge, fhþ. engi, mhþ. enge, sbr. enn í þýzku land-enge, meer- enge, og loks er þetta orð til í forn- indversku sem nafnorðið ámhas, þ. e. þröng, þrengsli. Þá er 4. þáttur þessa kafla, er höf. nefnir alþýðuskýringar og afbakanir og á þar við málbreytingar þær, sem stafa af tilraunum til þess að skýra uppruna orða eða orðtaka og færa þau til samræmis við þá skýringu, þótt röng sé. Nefnir hann til dæmis: komast á ringulreið, sem kemur fyrir á 16. öld í kvæði Ólafs Tómassonar í visum um þá Jón Arason biskup og syni hans og byrjar þannig: síðan fór á ringulrei / réttr á ísa landi. Sýnir höf. fram é, að orðið ringulrei, sem hefur ummyndazt i ringulreið, er tökuorð úr þýzku og heitir nú ringel- reihen, sem táknar tiltekinn hring- dans. Þá hygg ég einnig, að skýring hans leika á als oddi sé rétt; er það oft ritað með einu 1-i og oft skýrt þannig, að það sé af alur, en er vafa- laust röng skýring. I Hrólfs sögu kraka kemur fyrir alsolla og er veikt lýsingarorð, líkt og aldauða, örvita, holgóma og mörg önnur slík orð. Ætti því framvegis að taka upp aftur orðið alsolla eða alsolli, en sleppa á als oddi. Þé er loks 5. og siðasti þáttur þessa 3. kafla um bi'eytingar otða, er höf. nefnir: losnun orða og orðasambanda úr upprunalegum tengslum og nefnir þar nokkur dæmi,og er þeirra merkast að gera aðsúg að e-m, sem nú merkir „að ráðast ó e-n“, en er til orðið úr orðtakinu bora frekan atsúg til e-s og kemur fyrir í Orkneyingasögu, og er orðtak þetta frá húsagerðarlist og merkir upprunalega að bora of djúpa skoru í tré (eða þvílíkt) og er eigin- lega aðsog, aðferð til þess að tengja saman spýtur, svo að þær eins og sogist saman. Gamla merkingin gleymdist og orðtakið breyttist þá i að gera aðsúg að e-m. Hefur Hj. Falk skýrt þetta skemmtilega. önnur dæmi i þessum þætti eru vafasöm, einkuni að skjóta í langbakka, sem merkir „að draga ó langinn, skjóta á frest“, og hygg ég, að nánari rannsóknar þurfi en gerð hefur verið til þess að afsanna það, að ekkert samband geti verið milli islenzka orðtaksins og hins þýzka: etwas auf die lange bank schieben og hins sænska: komma p& lángbánken.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.