Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 86

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 86
238 RITSJÁ eimreiðin flokka eftir þvi, hvaðan þau eru runn- in: frá hernaði, íþróttum og leikum, veiðimennsku, sjómennsku o. s. frv. Þessi skipting er mjög hagkvæm og glögg yfirlits, en hún skýrir ekki innsta eðli orðtakanna, hvernig þau verða til. — Þriðja þátt þriðja kafla, sem er um breytingar orðtaka, nefnir liöf. liðfall, sem er ágætt orð um ellipse, og er um þau orðtök, sem einhver liður virðist hafa fallið brott úr, eins og til dæmis orðtakið: hrökkva upp af, sem virðist vera stytt úr hrökkva upp af klakknum. Dæmi þau, er höf. nefnir um liðfall (hafa e-ð til að bera í stað hafa e-ð til brunns að bera, það á ekki úr að aka í stað úr öngum að aka, halda til fulls við e-n i stað fulls réttar eða hlutar, að slá slöku við í stað slá slöku segli við, sigla hann krappan i stað sigla krappan sjó o. fl.), hygg ég, að sé öll rétt skýrð, nema ef til vill orðtakið það á ekki úr að aka, er höf. vill skýra sem tvöfalt liðfall, nl. úr öng- um krók. Benda má á í nútimamáli: að vera i öngum sinum, þar sem ber- sýnilega er átt við nafnorðið öng í þgf. flt. (öngvar), en höf. bendir lika á, að þetta kunni svo að vera. Til samanburðar má geta þýzka nafn- orðsins enge, fhþ. engi, mhþ. enge, sbr. enn í þýzku land-enge, meer- enge, og loks er þetta orð til í forn- indversku sem nafnorðið ámhas, þ. e. þröng, þrengsli. Þá er 4. þáttur þessa kafla, er höf. nefnir alþýðuskýringar og afbakanir og á þar við málbreytingar þær, sem stafa af tilraunum til þess að skýra uppruna orða eða orðtaka og færa þau til samræmis við þá skýringu, þótt röng sé. Nefnir hann til dæmis: komast á ringulreið, sem kemur fyrir á 16. öld í kvæði Ólafs Tómassonar í visum um þá Jón Arason biskup og syni hans og byrjar þannig: síðan fór á ringulrei / réttr á ísa landi. Sýnir höf. fram é, að orðið ringulrei, sem hefur ummyndazt i ringulreið, er tökuorð úr þýzku og heitir nú ringel- reihen, sem táknar tiltekinn hring- dans. Þá hygg ég einnig, að skýring hans leika á als oddi sé rétt; er það oft ritað með einu 1-i og oft skýrt þannig, að það sé af alur, en er vafa- laust röng skýring. I Hrólfs sögu kraka kemur fyrir alsolla og er veikt lýsingarorð, líkt og aldauða, örvita, holgóma og mörg önnur slík orð. Ætti því framvegis að taka upp aftur orðið alsolla eða alsolli, en sleppa á als oddi. Þé er loks 5. og siðasti þáttur þessa 3. kafla um bi'eytingar otða, er höf. nefnir: losnun orða og orðasambanda úr upprunalegum tengslum og nefnir þar nokkur dæmi,og er þeirra merkast að gera aðsúg að e-m, sem nú merkir „að ráðast ó e-n“, en er til orðið úr orðtakinu bora frekan atsúg til e-s og kemur fyrir í Orkneyingasögu, og er orðtak þetta frá húsagerðarlist og merkir upprunalega að bora of djúpa skoru í tré (eða þvílíkt) og er eigin- lega aðsog, aðferð til þess að tengja saman spýtur, svo að þær eins og sogist saman. Gamla merkingin gleymdist og orðtakið breyttist þá i að gera aðsúg að e-m. Hefur Hj. Falk skýrt þetta skemmtilega. önnur dæmi i þessum þætti eru vafasöm, einkuni að skjóta í langbakka, sem merkir „að draga ó langinn, skjóta á frest“, og hygg ég, að nánari rannsóknar þurfi en gerð hefur verið til þess að afsanna það, að ekkert samband geti verið milli islenzka orðtaksins og hins þýzka: etwas auf die lange bank schieben og hins sænska: komma p& lángbánken.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.