Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 20

Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 20
8 VIÐ FYRSTU SÝN EIMREIÐIN Nokkuð var, að nú gekk pilturinn föstinn skrefum úr hlaði. En stúlkan stóð eftir og þær báðar, því Anna hafði komið út um leið og við gengum niður varpann. Fann ég, að félagi minn hafði hækkað drjúgum hinar síðustu mínútur, virðulegur maður, tekinn að vinna á, eins og hershöfðingi, sem tekinn er að vinna á í orustu. Það er ekki að segja að hann gangi rösklega að, hugsa ég. Og sannast að segja fann ég svolítið til þar, sem örin fór gegnum hjartað. Við litum báðir við hjá túnhliðinu. Systurnar standa báðar enn á varpanum. Nú. Þar eru þær. Ljóshærð stúlka, meðalhá, ein þessi, sem er eins og fólk er flest, eldri systir. Dökkhærð mey, dimmhærð, réttvaxin, berfætt, með eld í æðum, segul- mögnuð. Svo veifuðum við öll, og þær hurfu okkur og við þeim, lik- lega. — Nú stýri ég, sagði ég dálítið bjóðandi, um leið og við opn- uðum bílinn okkar. Ég kæri mig ekki um að láta aðdráttaraflið setja okkur aftur beint á hausinn. — Eru það nú mannalæti. Þú fékkst nú líka skot, sýndist mér, anzaði hann talsvert yfirlætislega. Verst hvað það er bara vonlítið fyrir þig. —■ Sú ljóshærða verður farsælli, hélt ég áfram. Sannaðu til. Hin er sýnd, en ekki gefin, sýnd veiði, en ekki gefin. Þær, sem svona eru, vita aldrei, hvort þær eiga að játa eða neita. Og svo gera þær hvort tveggja. Fyrst er já, svo er nei. Já í dag, nei á morgun. Ég hefði ekki talið þorandi að yfirgefa staðinn. Nóga á hún tilbiðjendurna. Einn gekk um hér áðan úr steypu- verkinu, sýndist mér, og líklega frekar tveir en einn, jafnvel þrír. — Haltu þér saman, sagði Sumarliði. En snögga blettinn hitti ég. Það leyndi sér ekki. Rénaði nú yfirlæti þessa vinar mins eftir þetta, svo hann varð vel þolandi. Dagarnir liðu í önn og erfiði. Jafnt og þétt fjarlægðumst við bóndabæinn og heimasæturnar tvær, eins mikið og verða má á einu eylandi. Sannast að segja mundi ég ekki lengur eftir þeim nema máske rétt einstaka sinnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.