Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 41
EIMREIÐIN
LÍFSINS VÍN
29
ei verður ert að ganga um helgihlið
og hljóta musterisins trúarfrið.
En þá ég drekk og gleymi sekt og sorg,
mín sæla er stöðug, líkt og klettaborg,
og mitt er hvað sem hugur stendur til,
og heimur, tími og rúm er sem ég vil.
Þó duftið smáni sól, hún skín jafn-skær,
og skarinn stjarna Ijómar nær og fjær.
Sér vissulega á vizkan óskastein,
en verðið hans er kærleiksfórnin hrein.
VII
Með bikar minn ég sezt í sunnuhlíð,
og sál mín rennir augum liðna tíð.
Hún dularklæði vond að vísu ber,
en veit, að sjálf þó himinborin er.
Það afl er til, sem öllu gefur styrk,
ein orsök lífs, í hverri skepnu virk.
Ein hönd er alltaf ör á gæði sín,
ein ástarsól til hinztu firðar skín.
Þann dásamlega kraft ber vínsins veig,
sem víkur burtu hverjum jarðar geig,
og sá, sem þetta veit, ei villur fer,
á vegi lífsins kvíðalaus hann er.
«
Lyft þínum anda, lífsins drekk þú vín,
þess Ijúfa ró og styrkur bíður þín.
Fylgdu þess dóm, sem fjöld hefur sjálfum lærzt,
fá munt þú allt, sem þínu hjarta er kærst.
VIII
Ei klausturbróðir hver svo vitur varð,
að vissi af reynd um lífsins aldingarð.
í blindni sinni margur fram hjá fór
með fögur orð á vör, í hjarta sljór.