Eimreiðin - 01.01.1955, Side 54
42
LANDNEMASPORIN
EIMREIÐIN
eftir dr. Gerald Wendt, forstöðumann náttúruvísindastofnunar
Sameinuðu þjóðanna, sem stjórnað er af Unesco, einni deild þeirra,
með aðsetri í París. Dr. Wendt var áður prófessor í efnafræði
við háskólann í Chicago og hefur einnig ritað nokkrar bækur um
kjarnorkufræði. Ritgerðir þessar birtust í 12. hefti tímaritsins
„The Unesco Courier“, sem kom út í dezember síðastliðnum.
Sv. S.
*
Landnemasponn.
Skefur gleymsku sand í gömul spor,
gengin hér á fyrstu landnámsárum;
jörð, sem keypt var blóði og tregatárum,
treð ég þögull, lifi horfin vor.
Akra þessa íslenzk ruddi hönd,
auðn í gróðursælar lendur breytti,
harða glímu hetjulega þreytti,
hreystiverkum frægði ættarströnd.
íslenzkt bergmál bar um skógarlund
bragur snjall, er axarhöggin gullu
hátt, og þung á hörðum stofnum skullu;
hló í rjóðri blómum þakin grund.
Bæjarhús, sem brosa þarna við,
byggðu hjón úr frónskum dalasveitum,
vígðu býlið vonum trúarheitum,
vefur Ijómi þeirra starfa svið.
Hverfa gömul spor í gleymsku sand,
glatast flest, en sagan minnug geymir
þeirra nöfn, er drauma fagra dreymir,
dáðum helga framtíð numið land.
Richard Beck.