Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 22
10
VIÐ FYRSTU SÝN
EIMREIÐIN
Mun þetta hafa verið fyrsta bréf þessarar tegundar, sem Arnia
fékk á sinni ungu ævi.
Hamingjan má nú vita, hvernig fer. En Anna mun hafa
orðið hálf hissa á hinu efnismikla bréfi.
Samt fékk pilturinn svar við bréfi sínu, þegar tími var til
kominn:
Góði! Mikið var ég hissa. En allt getur skeð, líklega. Ég hélt
fyrst, að þetta væri gabb. En ég veit, að það átti ekki að vera
gabb. Til þess hef ég ekki unnið. Hví skyldum við ekki geta
hitzt? Hví ættum við ekki að geta talazt við? Engu ætti það
að spilla. Og er ekkert sagt með þessu. Þú skilur, að það er
ekkert sagt með þessu. En þú skalt ekki koma, ekki koma, taktu
eftir því. Hér er allt að breytast. Ég er á förum. Kannske dvel
ég í höfuðstaðnum um óákveðinn tíma, kannske einhvers staðar
annars staðar. Hver veit um það? Ég á frænku fyrir sunnan.
Til hennar ætla ég að stefna fyrst. Viltu sjá um, að ég fái bíl
á Lækjartorgi kl. 8*4 þann 19. Ég treysti þér — treysti þér til
þess.
Það er ekki rétt að segja, að hjarta biðilsins hafi hoppað. Það
skalf. Og hugur hans leið á vængjum vonanna norður og vestur
um fjöll og fjörðu. Myrkhærð mey með heit augu og rödd eins
og létt áfengi fyrir sálina. Tveir dagar liðu í algleymi. Og svo
varð klukkan átta og hálf þann nítjánda.
Það er sagt í sögum, að tilbiðjendur taki saman langa ræðu
í huganum, meðan þen bíða eftir hinni stóru stund, og gleymi
svo hverju orði, þegar mest á riður að hafa góðan talanda. Ekki
gerði þessi það. Hann bara beið. Öll hans hugsun var í sliku
uppnámi, að hún tók á sig engan búning.
Bifreiðin hans stóð innan um hóp annarra bifreiða. Talað
hafði hann við pappírinn og hana og fengið svar. Ekki máske
alveg ótvírætt svar. En hvernig mætti sá kvenmaðm- líka vera,
sem ekki léti ganga eftir sér minnstu vitund?
Ég rétti fram hönd, hugsar sá, sem bíður, opna hurð og stíg
út á götuna, læt inn ferðatöskur og þoka dýrasta farmi veraldar
inn til mín, loka. 1 sömu andrá erum við liðin inn í mnferðina.
Hamingjan sjálf er sezt hjá mér í sæti með dulinn eld í hverri
taug og þó augljósan. Hlýjar hendur, heitur vangi, töfrar og
aðdráttarafl. Svo ökum við af stað inn í Eden og Paradís og------