Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1955, Blaðsíða 60
48 ÓLtGINN SAGÐI MÉR eimreiðin Það er líka óvanalega fréttnæmt í þorpinu þessa dagana. Það er nú til dæmis þetta með hana Jóku, beinasleggjuna hennar Ernu í Nýjabæ. — Kerlingamar krossa sig og gráta krókódílstárum ofan í kaffibollana. Þær vorkenna henni svo óskaplega, henni Ernu! Reyndar hefði henni verið nær að halda ögn betur í hemilinn á stelpugálunni. Það kann ekki góðri lukku að stýra, þegar stelpur á þessum aldri eru látnar alveg sjálfráðar. Ekki bætir nú upplagið heldur úr skák! Soffía í Vík andvarpar, og vinkonur hennar taka undir andvarpið af öllu hjarta. — Eða þá útlitið, herra minn trúr!------Það er svo sem ekki von að nokkur strákur vilji líta við öðru eins, —• enda er hann nú lika kominn af drengjaárunum og vel það, hann Óli gamli í Norðurhlíð, víst er um það! Soffía man ekki betur, en að hann hafi orðið sextugur í hitteðfyrra! — Og átta barna faðir! Ja, ef hún snýr sér ekki við í gröfinni, hún Guðrún sáluga-----------! Soffia í Vík og Hanna í Gerði vita nákvæmlega hvemig þetta gerðist allt saman. Óli fullur, eins og fyrri daginn, og stelpan að breddast niðri í beituskúrnum, eins og hennar var von og vísa. Þarna hafði hún hangið yfir honum, þegar karl- arnir fóm heim um kvöldið og sézt síðan læðast út úr skúm- um klukkan að ganga tvö og skjótast upp á efri götu. Það átti svo sem ekki að bera neitt á neinu. Það var líka bara hreinasta tilviljun, að hún Hanna lá andvaka þessa nótt, og þá varð henni litið út um eldhúsgluggann, einmitt í því að sú litla var að komast út um skúrdyrnar! Gamli maðurinn kom út litlu síðar, ósköp rólegur, eins og ekkert hefði í skorizt. — Það hefur aldrei kunnað að skammast sín, þetta Norður- hlíðarpakk! Eða þá þetta nýjasta með prestinn! Ja, spyrjið þið bara hana Jónínu á Grund. Hún þekkti til hans, meðan hann var í skóla og lá við, að hann væri rekinn fyrir drykkjuskap og óreglu. — Nei, hún er nú ekkert hissa, hún Jónina! Samkvæmt beztu heimildum hafði séra Ófeigur komið innan af Dal, fullur eins og vanalega, og lent strax í rimmu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.