Eimreiðin - 01.01.1955, Side 60
48
ÓLtGINN SAGÐI MÉR
eimreiðin
Það er líka óvanalega fréttnæmt í þorpinu þessa dagana.
Það er nú til dæmis þetta með hana Jóku, beinasleggjuna
hennar Ernu í Nýjabæ. — Kerlingamar krossa sig og gráta
krókódílstárum ofan í kaffibollana. Þær vorkenna henni
svo óskaplega, henni Ernu! Reyndar hefði henni verið
nær að halda ögn betur í hemilinn á stelpugálunni. Það kann
ekki góðri lukku að stýra, þegar stelpur á þessum aldri eru
látnar alveg sjálfráðar. Ekki bætir nú upplagið heldur úr
skák!
Soffía í Vík andvarpar, og vinkonur hennar taka undir
andvarpið af öllu hjarta.
— Eða þá útlitið, herra minn trúr!------Það er svo sem
ekki von að nokkur strákur vilji líta við öðru eins, —•
enda er hann nú lika kominn af drengjaárunum og vel það,
hann Óli gamli í Norðurhlíð, víst er um það! Soffía man ekki
betur, en að hann hafi orðið sextugur í hitteðfyrra! — Og
átta barna faðir! Ja, ef hún snýr sér ekki við í gröfinni,
hún Guðrún sáluga-----------!
Soffia í Vík og Hanna í Gerði vita nákvæmlega hvemig
þetta gerðist allt saman. Óli fullur, eins og fyrri daginn, og
stelpan að breddast niðri í beituskúrnum, eins og hennar var
von og vísa. Þarna hafði hún hangið yfir honum, þegar karl-
arnir fóm heim um kvöldið og sézt síðan læðast út úr skúm-
um klukkan að ganga tvö og skjótast upp á efri götu. Það
átti svo sem ekki að bera neitt á neinu. Það var líka bara
hreinasta tilviljun, að hún Hanna lá andvaka þessa nótt, og
þá varð henni litið út um eldhúsgluggann, einmitt í því að
sú litla var að komast út um skúrdyrnar! Gamli maðurinn
kom út litlu síðar, ósköp rólegur, eins og ekkert hefði í
skorizt. —
Það hefur aldrei kunnað að skammast sín, þetta Norður-
hlíðarpakk!
Eða þá þetta nýjasta með prestinn! Ja, spyrjið þið bara
hana Jónínu á Grund. Hún þekkti til hans, meðan hann var
í skóla og lá við, að hann væri rekinn fyrir drykkjuskap og
óreglu. — Nei, hún er nú ekkert hissa, hún Jónina!
Samkvæmt beztu heimildum hafði séra Ófeigur komið
innan af Dal, fullur eins og vanalega, og lent strax í rimmu