Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1955, Side 52

Eimreiðin - 01.01.1955, Side 52
40 GULLGERÐARLIST HIN NtJA EIMREIÐIN sem menn búast nú til að nota í staðinn fyrir kol, vatnsafl, gas og aðrar þekktar orkulindir. Atómsérfræðingar vinna nú að því að rannsaka frumeinda- kjarna hinna ýmsu frumefna, þann furðulega heim efnis og orku, sem þar er að finna. En til þessara rannsókna þarf margbrotin og dýr tæki og vandaðan útbúnað starfsmanna, til þess að koma í veg fyrir hætturnar frá hinum geislavirku efnum. Vél sú hin Hringvaki (cyclotron). mikla, sem notuð er til að kljúfa frumeindakjarna, kostar til dæmis tugi milljóna króna. Heiti hennar er cyclotron, sem hefur verið þýtt á íslenzku með orðinu hringvaki. Rekstur slíkrar vélar kostar tugþúsundir króna á dag, enda þurfa að vinna við hana stór hópur eðlisfræðinga, efnafræðinga, stærðfræðinga, vélfræð- inga og rafmagnsfræðinga, svo og líffræðinga og lækna. Kostn- aðurinn við þessar rannsóknir er svo mikill, að fæstar ríkis- stjórnir, hvað þá sérstofnanir einstaklinga, eru svo efnum búnar, að þær ráði við rekstur kjarnarannsóknastöðva. Þess vegna hefur verið komið á alþjóðasamvinnu um þessi mál. Fyrstu alþjóðastofnunina til þessara rannsókna er nú verið að reisa í Genf á Svisslandi. Alþjóðasamtök þau, sem að því verki standa, eru til orðin að tilhlutan Sameinuðu þjóðanna og nefnast Cern, sem er skammstöfun á hinu franska heiti: Conseil Européen

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.